Golfsamband Íslands fagnar 70 ára afmæli í dag 14. ágúst 2012 14:30 Haraldur Franklín Magnús úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum í karla og kvennaflokki á 70. afmælisári Golfsambands Íslands á Strandarvelli á Hellu. GSÍ Í dag fagnar Golfsamband Íslands að 70 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu men við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja sem lögðu stund á golfíþróttina til að stofna Golfsamband Íslands. Þetta voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem þá bar nafnið, Golfklúbbur Íslands, Gunnlaugur Einarsson setti þingið með eftirfarandi orðum: „Það er gleðilegt tímanna tákn, á þessum tímum allskonar ástands og margskonar mæðuveiki, að golffélag Íslands skuli hafa bjartsýni til þess, í friði og ró, að tryggja framtíð golfíþróttarinnar á Íslandi. Við skulum allir óska þess og biðja hljóðlátlega, að starf vort í dag marki tímamót í golfsögu Íslands, golfíþróttinni til hagsældar, svo að hennar megi aukast ásmegin til að rækja köllun sína landsins börnum til aukinnar heilbrigði, gleði og langlífis." Þessi hvatningarósk Gunnlaugs hefur heldur betur gengið eftir, í dag er Golfsamband Íslands næst fjölmennasta sérsamband innan Íþróttasambands Íslands með 67 golfklúbba sem eru dreifðir um allt land og um 17 þúsund iðkendur. Í tilefni af 70 ára afmæli sambandsins er Golfsamband Íslands með hóf fyrir forystumenn golfklúbbanna og íþróttahreyfingarinnar í dag kl.17:00 í Oddfellow húsinu við Vonarstræti í Reykjavík, en þar var einmitt fyrsti golfklúbburinn á Íslandi stofnaður. Golf Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Í dag fagnar Golfsamband Íslands að 70 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu men við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja sem lögðu stund á golfíþróttina til að stofna Golfsamband Íslands. Þetta voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem þá bar nafnið, Golfklúbbur Íslands, Gunnlaugur Einarsson setti þingið með eftirfarandi orðum: „Það er gleðilegt tímanna tákn, á þessum tímum allskonar ástands og margskonar mæðuveiki, að golffélag Íslands skuli hafa bjartsýni til þess, í friði og ró, að tryggja framtíð golfíþróttarinnar á Íslandi. Við skulum allir óska þess og biðja hljóðlátlega, að starf vort í dag marki tímamót í golfsögu Íslands, golfíþróttinni til hagsældar, svo að hennar megi aukast ásmegin til að rækja köllun sína landsins börnum til aukinnar heilbrigði, gleði og langlífis." Þessi hvatningarósk Gunnlaugs hefur heldur betur gengið eftir, í dag er Golfsamband Íslands næst fjölmennasta sérsamband innan Íþróttasambands Íslands með 67 golfklúbba sem eru dreifðir um allt land og um 17 þúsund iðkendur. Í tilefni af 70 ára afmæli sambandsins er Golfsamband Íslands með hóf fyrir forystumenn golfklúbbanna og íþróttahreyfingarinnar í dag kl.17:00 í Oddfellow húsinu við Vonarstræti í Reykjavík, en þar var einmitt fyrsti golfklúbburinn á Íslandi stofnaður.
Golf Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira