Handbolti

Füchse Berlin sótti sigur til Króatíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Füchse Berlin, lærisveinar Dags Sigurðssonar, gerðu góða ferð til Króatíu þar sem liðið lagði Osiguranje frá Zagreb 25-24 í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Frábær seinni hálfleikur lagði grunninn að sigri Berlin en Osiguranje var þremur mörkum yfir í hálfleik 12-9.

Refirnir frá Berlin festu sig í sessi í öðru sæti D-riðils með 10 stig, þremur stigum meira en Dinamo Minsk og tveimur stigum á eftir Barcelona er liðin hafa leikið sex leiki af tíu.

Johannes Sellin fór fyrir Berlin með sjö mörkum. Konstantin Igropulo skoraði sex mörk.

Luka Stepancic skoraði 8 mörk fyrir Osiguranje og Zlatko Horvat sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×