Handbolti

Guðmundur og Alexander standa vel að vígi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar og Alexanders Peterssonar, sigraði gríska liðið Diomidis Arous 37-17 í fyrri leik liðanna í þriðju umferð EHF-bikarsins. Alexander skoraði ekki í leiknum.

Það var snemma ljóst að Rhein-Neckar Löwen myndi ekki lenda í vandræðum gegn gríska liðinu. Liðið tók strax öll völd á vellinum og var 13 mörkum yfir í hálfleik 21-8.

Leikmenn Löwen létu ekki þar við sitja heldur gerðu út um einvígið með 20 marka sigri þó enn eigi eftir að leika seinni leikinn, í Grikklandi á sunnudaginn eftir viku.

Patrick Groetzki fór mikinn í leiknum og skoraði 9 mörk. Isaias Guardiola fékk mikinn spiltíma þar sem Alexander var hvíldur og skoraði 8 mörk. Kevin Bitz og Andre Schmid skoruðu fimm mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×