Handbolti

Þórir og félagar enn ósigraðir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þórir komst ekki á blað hjá Kielce.
Þórir komst ekki á blað hjá Kielce. Mynd/Heimasíða Kielce
Þórir Ólafsson var ekki á meðal markaskorara pólska liðsins Vive Targi Kielce sem er enn með fullt hús stiga í C-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir eins marks sigur á Metalurg frá Makedoníu 21-20.

Kielce hefur unnið alla sex leiki sína í riðlinum og er með fjórum stigum meira en Gorenje Velenje og Metalurg.

Michal Jureccki var markahæstur Kielce með sex mörk. Hægri hornamaðurinn Ivan Cupic skoraði fimm mörk.

Hjá Metalurg var Naumce Mojsovski markahæstur með sex mörk og Mladen Rakcevic skoraði fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×