Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins sigruðu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það gengur vel hjá lærisveinum Aðalsteins.
Það gengur vel hjá lærisveinum Aðalsteins.
Eisenach sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari í þýsku b-deildinni í handbolta marði Hamm-Westfalen 31-30 á heimavelli sínum í kvöld. Eisenach fór þar með upp í 19 stig í þriðja sæti deildarinnar. Hamm-Westfalen er í 16. sæti af 20 liðum.

Hannes Jón Jónsson leikur ekki með Eisenach vegna veikinda en Nick Heimemann fór fyrir liðinu í þessum æsispennandi leik og skoraði 7 mörk. Benjamin Trautvetter skoraði fimm mörk og Daniel Luther og Duje Miljak 4 mörk hvor.

Leikurinn var æsispennandi allan tímann en einu marki munaði í hálfleik, 14-13, Eisenach í vil. Eisenach skoraði 31 mark sitt þegar níu sekúndur voru til leiksloka og komst tveimur mörkum yfir en Hamm-Westfalen minnkaði muninn í þann mund sem lokaflautið gall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×