Erlent

Philip prins lagður inn á sjúkrahús

Philip prins eiginmaður Elísabetar Bretadrottingar var lagður inn á sjúkrahús í skyndi vegna sýkingar í þvagblöðru í gærdag og missti prinsinn því af hluta af hátíðarhöldunum vegna 60 ára krýningarafmælis eiginkonu sinnar.

Philip prins, sem heldur upp á 91 árs afmæli sitt á sunnudaginn kemur, var lagður inn á King Edward sjúkrahúsið í London en samkvæmt tilkynningu frá konungsfjölskyldunni mun hann liggja þar næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×