Arnór: Markmiðið að spila með Flensburg á ný Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2012 07:00 Arnór Atlason skilur eftir sig stórt skarð hjá Flensburg og íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images Í gær fékk landsliðsmaðurinn Arnór Atlason það endanlega staðfest að hann væri með slitna hásin á vinstri fæti. Hann fer í aðgerð strax á morgun og er talið að hann verði frá keppni næstu 5-6 mánuðina. Það var því eðlilega heldur þungt hljóðið í Arnóri þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Þetta er ekki gaman. Maður fyllist bara hálfgerðu vonleysi," segir Arnór sem meiddist í leik með liði sínu, Flensburg, gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu á laugardag. Arnór féll til jarðar í hraðaupphlaupi við blásaklausa hreyfingu, að því er virtist, og var þá strax ljóst að meiðslin væru alvarleg. „Mér fannst eins og einhver hefði dúndrað aftan í löppina. Svo leit ég við en sá ekki neinn. Þá var ég nokkuð viss um hvað hafði gerst enda hefur maður áður heyrt sams konar lýsingar á þessum meiðslum." Hann segir að fyrirfram hefði ekkert bent til þess hvað væri í vændum. „Ekki nokkur skapaður hlutur. Mér var búið að ganga mjög vel og fannst ég hafa náð að hjálpa liðinu mikið, sérstaklega þar sem hinir tveir eru meiddir," segir hann en þeir Lars Kaufmann og Petar Djordjic, sem spila báðir í sömu stöðu og Arnór, hafa verið frá vegna meiðsla. Arnór var fenginn til liðsins í sumar til að fylla skarð þeirra en nú á Flensburg engan leikmann í stöðu vinstri skyttu. „Það eru spennandi tímar fram undan, bæði með Flensburg og landsliðinu, og því er þetta sérstaklega leiðinlegt," segir Arnór. „En stóra markmiðið hjá mér er að ná leik með Flensburg áður en tímabilið klárast. Endurhæfingin gæti tekið 5-6 mánuði og það eru sex og hálfur mánuður eftir af tímabilinu. Maður verður að hafa eitthvað markmið til að stefna að og þessu ætla ég mér að ná." Forráðamenn og þjálfari Flensburg lýstu því yfir strax eftir leik um helgina að Arnór fengi allan þann stuðning sem hann þyrfti. Það er þó þegar ljóst að hann mun fara frá liðinu í sumar en Arnór gerði nýlega þriggja ára samning við St. Raphaël í Frakklandi. „Það er ákveðið öryggi í því en annars var ég ekkert búinn að leiða hugann að því. Þeir hjá St. Raphaël eru búnir að láta heyra í sér og sýna þessu fullan skilning – sem er gott. En ég veit að ég er í mjög góðum höndum í Flensburg og vil því ná einum leik til viðbótar hér, að minnsta kosti." Arnór missir af HM á Spáni og verður sjálfsagt sárt saknað í íslenska landsliðinu. „Það er grautfúlt. Þetta var eitt það fyrsta sem ég hugsaði um – að ég myndi ekki ná HM. En það er ekkert við þessu að gera," segir Arnór, sem missti einnig af EM 2008 í Noregi vegna meiðsla. Þá var hann meiddur á hné og þurfti í aðgerð. Atli Hilmarsson, faðir Arnórs, varð sjálfur fyrir því óláni að slíta hásin tvívegis á sínum handboltaferli. Hvort Arnór hafi fengið viðkvæmar hásinar í vöggugjöf skal ósagt látið en Arnór gat leyft sér að hlægja að samlíkingunni við föður sinn. „En ætli hann hafi nú ekki gefið mér eitthvað annað líka," segir hann í léttum dúr. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
Í gær fékk landsliðsmaðurinn Arnór Atlason það endanlega staðfest að hann væri með slitna hásin á vinstri fæti. Hann fer í aðgerð strax á morgun og er talið að hann verði frá keppni næstu 5-6 mánuðina. Það var því eðlilega heldur þungt hljóðið í Arnóri þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Þetta er ekki gaman. Maður fyllist bara hálfgerðu vonleysi," segir Arnór sem meiddist í leik með liði sínu, Flensburg, gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu á laugardag. Arnór féll til jarðar í hraðaupphlaupi við blásaklausa hreyfingu, að því er virtist, og var þá strax ljóst að meiðslin væru alvarleg. „Mér fannst eins og einhver hefði dúndrað aftan í löppina. Svo leit ég við en sá ekki neinn. Þá var ég nokkuð viss um hvað hafði gerst enda hefur maður áður heyrt sams konar lýsingar á þessum meiðslum." Hann segir að fyrirfram hefði ekkert bent til þess hvað væri í vændum. „Ekki nokkur skapaður hlutur. Mér var búið að ganga mjög vel og fannst ég hafa náð að hjálpa liðinu mikið, sérstaklega þar sem hinir tveir eru meiddir," segir hann en þeir Lars Kaufmann og Petar Djordjic, sem spila báðir í sömu stöðu og Arnór, hafa verið frá vegna meiðsla. Arnór var fenginn til liðsins í sumar til að fylla skarð þeirra en nú á Flensburg engan leikmann í stöðu vinstri skyttu. „Það eru spennandi tímar fram undan, bæði með Flensburg og landsliðinu, og því er þetta sérstaklega leiðinlegt," segir Arnór. „En stóra markmiðið hjá mér er að ná leik með Flensburg áður en tímabilið klárast. Endurhæfingin gæti tekið 5-6 mánuði og það eru sex og hálfur mánuður eftir af tímabilinu. Maður verður að hafa eitthvað markmið til að stefna að og þessu ætla ég mér að ná." Forráðamenn og þjálfari Flensburg lýstu því yfir strax eftir leik um helgina að Arnór fengi allan þann stuðning sem hann þyrfti. Það er þó þegar ljóst að hann mun fara frá liðinu í sumar en Arnór gerði nýlega þriggja ára samning við St. Raphaël í Frakklandi. „Það er ákveðið öryggi í því en annars var ég ekkert búinn að leiða hugann að því. Þeir hjá St. Raphaël eru búnir að láta heyra í sér og sýna þessu fullan skilning – sem er gott. En ég veit að ég er í mjög góðum höndum í Flensburg og vil því ná einum leik til viðbótar hér, að minnsta kosti." Arnór missir af HM á Spáni og verður sjálfsagt sárt saknað í íslenska landsliðinu. „Það er grautfúlt. Þetta var eitt það fyrsta sem ég hugsaði um – að ég myndi ekki ná HM. En það er ekkert við þessu að gera," segir Arnór, sem missti einnig af EM 2008 í Noregi vegna meiðsla. Þá var hann meiddur á hné og þurfti í aðgerð. Atli Hilmarsson, faðir Arnórs, varð sjálfur fyrir því óláni að slíta hásin tvívegis á sínum handboltaferli. Hvort Arnór hafi fengið viðkvæmar hásinar í vöggugjöf skal ósagt látið en Arnór gat leyft sér að hlægja að samlíkingunni við föður sinn. „En ætli hann hafi nú ekki gefið mér eitthvað annað líka," segir hann í léttum dúr.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira