Nú velta slúðurmiðlar beggja vegna vestan hafs sér alvarlega upp úr því hvort fyrirsætan Amber Rose, 28 ára, sem vakti athygli þegar hún byrjaði með tónlistarmanninum Kanye West, hafi látið húðflúra á sér ennið.
Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af Amber um helgina ásamt núverandi kærasta, rapparanum Wiz Khalifa, lítur allt út fyrir að hún hafi látið húðflúra sig í kringum vinstra augað og upp á enni í anda Mike Tyson.
Ekki hefur verið staðfest hvort húðflúr fyrirsætunnar er raunverulegt eða ekki.
Þá má einnig sjá fyrirsætuna á leiðinni í útvarpsviðtal fyrir helgi í myndasafni.

