Þróunarstríðið aldrei blóðugra Birgir Þór Harðarson skrifar 28. júní 2012 08:30 Hópurinn hefur aldrei verið þéttari í Formúlu 1. Michael telur þróunarstríðið aldrei hafa verið blóðugra. nordicphotos/afp Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1 telur að þróunarstríðið á milli efstu keppnisliðanna verði það blóðugasta sem mótaröðin hefur séð. Vegna þess hve gríðarlega jafnir allir keppnautarnir eru reyna liðin að kreista öll þau sekúndubrot úr bílnum. Þau sekúndubrot hefðu örugglega ekki þótt þess virði að kreista út væri keppnin ekki svo hörð. Til merkis um hversu gríðarlega jöfn keppnin er skildu aðeins 0,3 sekúndur efstu þrettán ökumenn að í annarri lotu tímatökunnar í Valencia um liðna helgi. Michael telur að jafnvel einn þúsundasti úr sekúndu muni hafa gríðarleg áhrif á rásstöðu einstaka ökumanna. „Það er gríðarleg vinna fyrir höndum," segir Michael. „Við eigum eftir að betrumbæta bílinn enn frekar og það verður tilfellið fyrir hverja keppni í sumar." „Það verður fróðlegt að sjá hvernig efstu 10 til 15 raðast í mótum ársins, og bera það saman við hvernig staðan var í upphafi árs. Mér finnst eins og hópurinn sé að verða þéttari og þéttari." Michael segir enn fremur að þessi þróun muni hafa áhrif á hvað liðin einblína á þegar þeir bæta bíla sína og þróa. „Þetta breytir áherslunum svolítið. Nýir hlutir munu alltaf bætast við bílinn í gegnum tímabilið. Við þurfum hins vegar að leggja meiri áherslu á einstaka vélhluti og reyna að hámarka nyt þeirra." Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1 telur að þróunarstríðið á milli efstu keppnisliðanna verði það blóðugasta sem mótaröðin hefur séð. Vegna þess hve gríðarlega jafnir allir keppnautarnir eru reyna liðin að kreista öll þau sekúndubrot úr bílnum. Þau sekúndubrot hefðu örugglega ekki þótt þess virði að kreista út væri keppnin ekki svo hörð. Til merkis um hversu gríðarlega jöfn keppnin er skildu aðeins 0,3 sekúndur efstu þrettán ökumenn að í annarri lotu tímatökunnar í Valencia um liðna helgi. Michael telur að jafnvel einn þúsundasti úr sekúndu muni hafa gríðarleg áhrif á rásstöðu einstaka ökumanna. „Það er gríðarleg vinna fyrir höndum," segir Michael. „Við eigum eftir að betrumbæta bílinn enn frekar og það verður tilfellið fyrir hverja keppni í sumar." „Það verður fróðlegt að sjá hvernig efstu 10 til 15 raðast í mótum ársins, og bera það saman við hvernig staðan var í upphafi árs. Mér finnst eins og hópurinn sé að verða þéttari og þéttari." Michael segir enn fremur að þessi þróun muni hafa áhrif á hvað liðin einblína á þegar þeir bæta bíla sína og þróa. „Þetta breytir áherslunum svolítið. Nýir hlutir munu alltaf bætast við bílinn í gegnum tímabilið. Við þurfum hins vegar að leggja meiri áherslu á einstaka vélhluti og reyna að hámarka nyt þeirra."
Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira