Peningastefnunefnd sammála um vaxtahækkun 28. júní 2012 08:42 Peningastefnunefnd Seðlabankans var sammála um að hækka stýrivexti bankans um 0.25 prósentur fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Í fundargerðinni segir að nefndarmenn ræddu þann möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða hækka þá um 0,25-0,50 prósentur. Allir voru sammála um að það væru rök fyrir bæði vaxtahækkun og óbreyttum vöxtum. Þrátt fyrir að verðbólga hefði hjaðnað nokkuð í maí væri varhugavert að leggja of mikið upp úr einni verðbólgumælingu. Eftir sem áður eru horfur á því að verðbólga verði lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið en ásættanlegt er, einkum ef gengi krónunnar helst áfram lágt. Því væri nauðsynlegt að halda áfram að draga úr peningalegum slaka. „Hins vegar töldu nefndarmenn að einnig væru rök fyrir því að halda vöxtum óbreyttum, að þessu sinni í ljósi þess að óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum hefði aukist að undanförnu, ekki síst vegna fjármálakreppunnar í Evrópu. Þessar aðstæður valda sérstakri óvissu um innlendar efnahags- og verðbólguhorfur," segir í fundargerðinni. „Taldi nefndin að peningastefnan gæti því á næstunni þurft að bregðast við atburðum sem hefðu umtalsverð áhrif á hagvöxt og verðbólgu hér á landi. Færi svo myndi peningastefnunefndin, eins og endranær, taka mið af því að ná verðbólgumarkmiði til lengdar á sama tíma og reynt yrði að draga úr innlendum efnahagssveiflum." Síðan segir að með hliðsjón af umræðunni og mismunandi sjónarmiðum sem fram komu lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur... „Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra en einn nefndarmaður hefði heldur kosið að halda vöxtum óbreyttum í ljósi aukinnar óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum. Nefndarmenn voru sammála um að laust taumhald peningastefnunnar á undanförnum misserum hefði stutt við efnahagsbatann," segir fundargerðinni. „Þeir töldu einnig að hækkun vaxta í maí og aftur í júní hefði haft í för með sér að dregið hefði úr slaka peningastefnunnar eins og eðlilegt væri í ljósi efnahagsbatans og verri verðbólguhorfa. Nauðsynlegt yrði einnig að slaki peningastefnunnar hverfi eftir því sem efnahagsbatanum vindur frekar fram og slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum. Að hve miklu leyti þessi aðlögun ætti sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans færi eftir framvindu verðbólgunnar." Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans var sammála um að hækka stýrivexti bankans um 0.25 prósentur fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Í fundargerðinni segir að nefndarmenn ræddu þann möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða hækka þá um 0,25-0,50 prósentur. Allir voru sammála um að það væru rök fyrir bæði vaxtahækkun og óbreyttum vöxtum. Þrátt fyrir að verðbólga hefði hjaðnað nokkuð í maí væri varhugavert að leggja of mikið upp úr einni verðbólgumælingu. Eftir sem áður eru horfur á því að verðbólga verði lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið en ásættanlegt er, einkum ef gengi krónunnar helst áfram lágt. Því væri nauðsynlegt að halda áfram að draga úr peningalegum slaka. „Hins vegar töldu nefndarmenn að einnig væru rök fyrir því að halda vöxtum óbreyttum, að þessu sinni í ljósi þess að óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum hefði aukist að undanförnu, ekki síst vegna fjármálakreppunnar í Evrópu. Þessar aðstæður valda sérstakri óvissu um innlendar efnahags- og verðbólguhorfur," segir í fundargerðinni. „Taldi nefndin að peningastefnan gæti því á næstunni þurft að bregðast við atburðum sem hefðu umtalsverð áhrif á hagvöxt og verðbólgu hér á landi. Færi svo myndi peningastefnunefndin, eins og endranær, taka mið af því að ná verðbólgumarkmiði til lengdar á sama tíma og reynt yrði að draga úr innlendum efnahagssveiflum." Síðan segir að með hliðsjón af umræðunni og mismunandi sjónarmiðum sem fram komu lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur... „Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra en einn nefndarmaður hefði heldur kosið að halda vöxtum óbreyttum í ljósi aukinnar óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum. Nefndarmenn voru sammála um að laust taumhald peningastefnunnar á undanförnum misserum hefði stutt við efnahagsbatann," segir fundargerðinni. „Þeir töldu einnig að hækkun vaxta í maí og aftur í júní hefði haft í för með sér að dregið hefði úr slaka peningastefnunnar eins og eðlilegt væri í ljósi efnahagsbatans og verri verðbólguhorfa. Nauðsynlegt yrði einnig að slaki peningastefnunnar hverfi eftir því sem efnahagsbatanum vindur frekar fram og slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum. Að hve miklu leyti þessi aðlögun ætti sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans færi eftir framvindu verðbólgunnar."
Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira