Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti á PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir í Vestur-Virgínufylki í Bandaríkjunum.
Þetta er aðeins í níunda sinn á ferlinum sem Woods situr eftir á PGA-móti en hann var einu höggi frá niðurskurðinum.
Fresta þurfti keppni í gær vegna veðurs en annarri umferðinni lauk í morgun. Webb Simpsons er með forystu en hann er á samtals níu höggum undir pari.
Alls komust 64 kylfingar áfram en meðal þeirra er hinn 62 ára gamli Tom Watson.
Woods féll úr leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
