Leikur að eldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 9. maí 2012 06:00 Það hefur vart farið framhjá landsmönnum að umfangsmikið málþóf á sér stað á Alþingi þessa dagana. Tilefnið er tillaga um fækkun ráðuneyta og verkaskipting innan stjórnarráðsins. Frá því vorið 2011 hefur stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokkur og hluti Framsóknarflokks) rætt skipan stjórnarráðsins af kappi, með hléum. Nú má að sjálfsögðu hafa á þessu máli ólíkar skoðanir eins og öðrum, en að ræða það dögum og vikum saman er nú fullmikið af því góða. Í flestum þingræðisríkjum er fjöldi ráðuneyta og verkaskipting þeirra í millum einfaldlega ákveðin með reglugerð forsætisráðherra. Verkaskipting stjórnarráðsins er talin á ábyrgð ríkisstjórnar en ekki þingsins. Þar sem skipan ráðuneyta er ákveðin með lögum, t.d. í Finnlandi, dytti engum í hug að efna til stórpólitískra deilna eða málþófs í þingsal vegna breytinga á stjórnarráðinu. Langdregin ræðuhöld um stjórnarráðið á Alþingi verður að skoða í þessu ljósi. Þetta leiðir óneitanlega hugann að því að málþóf er nær óþekkt fyrirbæri í þingræðisríkjum Evrópu. Hollast er okkur að líta til nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef þingmenn vilja sterkt þing og sjálfstætt í störfum þá eru norrænu þingin góð fyrirmynd. Hér á landi er gjarnan talað um málþóf sem eðlilegt og sjálfsagt vopn stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Nánast er talað um málþóf eins og náttúrulögmál. Ég skora á þá sem verja málþóf að benda á norræn dæmi máli sínu til stuðnings. Með því að stunda málþóf um fjölda ráðuneyta hefur verið settur nýr mælikvarði um málþóf á Alþingi. Stjórnarandstaðan leikur sér að eldi. Hér eftir verður málþóf réttlætanlegt um hvaða mál sem er, jafnvel fjárlög. Ég skora því á þingmenn stjórnarandstöðunnar að hugsa sig um tvisvar áður en málþófi um fjölda ráðuneyta verður fram haldið. Þingmenn stjórnarflokkanna verða einnig að hugsa með gagnrýnum hætti um þingstörfin enda eru margir þeirra börn hinnar illræmdu málþófshefðar. Málþóf um fjölda ráðuneyta er sjúkdómseinkenni, undirliggjandi er sjúkdómur sem takast þarf á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það hefur vart farið framhjá landsmönnum að umfangsmikið málþóf á sér stað á Alþingi þessa dagana. Tilefnið er tillaga um fækkun ráðuneyta og verkaskipting innan stjórnarráðsins. Frá því vorið 2011 hefur stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokkur og hluti Framsóknarflokks) rætt skipan stjórnarráðsins af kappi, með hléum. Nú má að sjálfsögðu hafa á þessu máli ólíkar skoðanir eins og öðrum, en að ræða það dögum og vikum saman er nú fullmikið af því góða. Í flestum þingræðisríkjum er fjöldi ráðuneyta og verkaskipting þeirra í millum einfaldlega ákveðin með reglugerð forsætisráðherra. Verkaskipting stjórnarráðsins er talin á ábyrgð ríkisstjórnar en ekki þingsins. Þar sem skipan ráðuneyta er ákveðin með lögum, t.d. í Finnlandi, dytti engum í hug að efna til stórpólitískra deilna eða málþófs í þingsal vegna breytinga á stjórnarráðinu. Langdregin ræðuhöld um stjórnarráðið á Alþingi verður að skoða í þessu ljósi. Þetta leiðir óneitanlega hugann að því að málþóf er nær óþekkt fyrirbæri í þingræðisríkjum Evrópu. Hollast er okkur að líta til nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef þingmenn vilja sterkt þing og sjálfstætt í störfum þá eru norrænu þingin góð fyrirmynd. Hér á landi er gjarnan talað um málþóf sem eðlilegt og sjálfsagt vopn stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Nánast er talað um málþóf eins og náttúrulögmál. Ég skora á þá sem verja málþóf að benda á norræn dæmi máli sínu til stuðnings. Með því að stunda málþóf um fjölda ráðuneyta hefur verið settur nýr mælikvarði um málþóf á Alþingi. Stjórnarandstaðan leikur sér að eldi. Hér eftir verður málþóf réttlætanlegt um hvaða mál sem er, jafnvel fjárlög. Ég skora því á þingmenn stjórnarandstöðunnar að hugsa sig um tvisvar áður en málþófi um fjölda ráðuneyta verður fram haldið. Þingmenn stjórnarflokkanna verða einnig að hugsa með gagnrýnum hætti um þingstörfin enda eru margir þeirra börn hinnar illræmdu málþófshefðar. Málþóf um fjölda ráðuneyta er sjúkdómseinkenni, undirliggjandi er sjúkdómur sem takast þarf á við.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar