Handbolti

Sænskt úrvalsdeildarlið segir upp öllum leikmannasamningum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tommy Atterhäll, leikmaður Aranäs út daginn að minnsta kosti.
Tommy Atterhäll, leikmaður Aranäs út daginn að minnsta kosti. Mynd/Heimasíða Aranäs
Sænska handknattleiksfélagið Aranäs, sem leikur í efstu deild, hefur sagt upp samningi við alla leikmenn karlaliðs félagsins. Uppsögnin tekur gildi 1. desember.

Ástæðu uppsagnanna má rekja til bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Auk þess situr liðið eitt á botni deildarinnar með eitt stig eftir fjórtán umferðir.

Næsti leikur liðsins er á mánudaginn gegn Sävehof.

„Við vitum ekki hvort við eigum í lið," segir Tommy Atterhäll leikmaður liðsins við sænska fjölmiðla. Síðasta æfing leikmanna á samningi fer fram í dag en óvissa ríkir um framhaldið.

„Okkur stendur til boða að spila áfram launalaust. Mér líður eins og ég hafi verið rekinn úr vinnu," segir Atterhäll sem getur leitað sér að öðru liði líkt og aðrir leikmann aðalliðsins.

„Stjórnin telur hagsmuni félagsins best borgið á þennan máta," segir þjálfarinn Jerry Hallbäck. Útlit er fyrir að leikmenn úr unglingaliðum félagsins spili þá leiki sem eftir eru á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×