Snjallsímar orðnir plága á golfmótum 6. júní 2012 19:45 Mickelson kann því illa að vera myndaður eins og þarna er gert. Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið. Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið.
Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira