Erlent

Ray Bradbury látinn

Rithöfundurinn Ray Bradbury, sem er þekktastur fyrir skáldsögu sína Farenheit 451, lést í dag 91 árs að aldri. Bradbury skrifaði sex hundruð smásögur og þrjátíu bækur á ferli sínum. Ekki er vitað hvað banamein hans er.

Bókin Farenheit 451 var þekktasta verk hans en skáldsagan naut mikilla vinsælda eftir að hún var gefin út árið 1953. Þá skrifaði Bradbury einnig The Martian Chronicles, smásögusafn sem kom út árið 1950.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×