Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2012 19:30 Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í hópi ráðherra og olíuforstjóra. Hægra megin við hana standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs. Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra var þar í hópi gesta og flutti erindi. Þar lýsti hún áformum Íslendinga á Drekasvæðinu og sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu. Hans Henrik Ramm segir að mikilvægasti gestur fundarins hafi þó verið innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hinn valdamikli Ken Salazar, en undir hann heyra olíumál vestra. Ríkisstjórnir Rússlands, Kanada, Bretlands, Ástralíu sem og allra Norðurlandanna voru meðal þeirra sem sendu fulltrúa sína. Forystumenn stærstu olíufélaga heims tóku einnig þátt í ráðstefnunni; ExxonMobil, Shell, BP, Statoil, ConocoPhillips og Cazprom. Olíumálaráðherra Íslands. Fyrir aftan standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs og ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og Norðurslóða.Greinarhöfundur hrósar norska olíumálaráðherranum fyrir skýra framtíðarsýn til norðurs og fyrir stjórnkænsku. Hann hafi notað tækifærið til að kynna 22. olíuleitarútboð Noregs sem muni setja olíuvinnslu í Barentshafi virkilega á fulla ferð. Þar er meðal annars opnað á olíuleit norðan 74. breiddargráðu. Jafnframt hafi ráðherrann viðrað þá langtímasýn að olíuvinnsla færðist ennþá nær Norðurpólnum á næstu 25-30 árum og alla leið að hafísröndinni í Norður-Íshafinu, að því tilskyldu að öryggi væri tryggt og tækni leyfði. Engin ástæða væri til að stöðva í suðurhluta Barentshafs. Hans Henrik Ramm segir að ekki muni skorta mótmæli frá grænum þrýstihópum en segir að þeir muni tala fyrir daufum eyrum enda með tapað spil nú þegar. Tengdar fréttir Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra var þar í hópi gesta og flutti erindi. Þar lýsti hún áformum Íslendinga á Drekasvæðinu og sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu. Hans Henrik Ramm segir að mikilvægasti gestur fundarins hafi þó verið innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hinn valdamikli Ken Salazar, en undir hann heyra olíumál vestra. Ríkisstjórnir Rússlands, Kanada, Bretlands, Ástralíu sem og allra Norðurlandanna voru meðal þeirra sem sendu fulltrúa sína. Forystumenn stærstu olíufélaga heims tóku einnig þátt í ráðstefnunni; ExxonMobil, Shell, BP, Statoil, ConocoPhillips og Cazprom. Olíumálaráðherra Íslands. Fyrir aftan standa olíumálaráðherrar Bandaríkjanna og Noregs og ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og Norðurslóða.Greinarhöfundur hrósar norska olíumálaráðherranum fyrir skýra framtíðarsýn til norðurs og fyrir stjórnkænsku. Hann hafi notað tækifærið til að kynna 22. olíuleitarútboð Noregs sem muni setja olíuvinnslu í Barentshafi virkilega á fulla ferð. Þar er meðal annars opnað á olíuleit norðan 74. breiddargráðu. Jafnframt hafi ráðherrann viðrað þá langtímasýn að olíuvinnsla færðist ennþá nær Norðurpólnum á næstu 25-30 árum og alla leið að hafísröndinni í Norður-Íshafinu, að því tilskyldu að öryggi væri tryggt og tækni leyfði. Engin ástæða væri til að stöðva í suðurhluta Barentshafs. Hans Henrik Ramm segir að ekki muni skorta mótmæli frá grænum þrýstihópum en segir að þeir muni tala fyrir daufum eyrum enda með tapað spil nú þegar.
Tengdar fréttir Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17 Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02 Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. 21. júní 2012 17:17
Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. 27. júní 2012 11:02
Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar. 22. júní 2012 13:30