Fer Aron ekki til London? Guðjón Guðmundsson skrifar 21. júlí 2012 21:13 Nordicphotos/Bongarts Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Aron Pálmarsson hefur kennt sér meins í hné síðustu vikur og eftir Frakklandsmótið um síðustu helgi varð ljóst að hann þyrfti að fara í nákvæmari skoðun og myndatöku sem framkvæmd var af læknateymi íslenska landsliðsins. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu læknar íslenska landsliðsins hafa talið sig geta læknað meinið að því marki að leikmaðurinn gæti tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins á Ólymíuleikunum í London. Við þetta munu hins vegar forráðamenn Kiel, sem Aron leikur með, ekki hafa sætt sig við og hafa kallað leikmanninn til læknisskoðunar í Þýskalandi. Aron mun fara til Þýskalands á morgun, sunnudag. Málið er ekki síst undarlegt fyrir þær sakir að svo virðist sem enginn geti tekið ákvörðun um það hver eigi að hafa lokaorðið varðandi meiðsli leikmannsins. Það vakti athygli á landsleiknum gegn Argentínumönnum í Hafnarfirði í dag að enginn af forystumönnum handknattleikssambandsins var sjáanlegur. Formaður HSÍ var ekki viðstaddur, formaður landsliðsnefndar ekki sjáanlegur og framkvæmdastjóri sambandsins löglega afsakaður enda í sumarfríi. Það er hins vegar undarlegt að nú þegar sex dagar eru í leikana að ekki liggi ljóst fyrir hvort leikmaðurinn geti leikið eða ekki. Það var ljóst fyrir Frakklandsförina að leikmaðurinn kenndi sér meins og því virðist sem menn séu að vinna verkið á síðustu stundu og í sjálfu sér fallnir á tíma. Svo virðist sem móðurfélag leikmannsins, Kiel í Þýskalandi, hafi lokaorðið og þykir forráðamönnum liðsins leikmaðurinn ekki nægilega góður til þess að fara í gegnum þá meðferð sem í boði er hjá íslenska landsliðinu. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að leikmaðurinn fari ekki til London. Það yrði að sönnu mikið áfall fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vera án Arons Pálmarssonar og myndi veikja íslenska liðið til mikilla muna. Það hlýtur að vera óþolandi staða fyrir landsliðsþjálfarann í handknattleik að þurfa að standa einn og svara fyrir það hver eigi að hafa lokorðið hvort leikmaðurinn sjálfur gangi heill til skógar, geti spilað. Hver á að taka ákvörðunina? Leikmaðurinn? Landsliðsþjálfarinn? Stjórn Handknattleikssambandins? Eða Kiel? Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Aron Pálmarsson hefur kennt sér meins í hné síðustu vikur og eftir Frakklandsmótið um síðustu helgi varð ljóst að hann þyrfti að fara í nákvæmari skoðun og myndatöku sem framkvæmd var af læknateymi íslenska landsliðsins. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu læknar íslenska landsliðsins hafa talið sig geta læknað meinið að því marki að leikmaðurinn gæti tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins á Ólymíuleikunum í London. Við þetta munu hins vegar forráðamenn Kiel, sem Aron leikur með, ekki hafa sætt sig við og hafa kallað leikmanninn til læknisskoðunar í Þýskalandi. Aron mun fara til Þýskalands á morgun, sunnudag. Málið er ekki síst undarlegt fyrir þær sakir að svo virðist sem enginn geti tekið ákvörðun um það hver eigi að hafa lokaorðið varðandi meiðsli leikmannsins. Það vakti athygli á landsleiknum gegn Argentínumönnum í Hafnarfirði í dag að enginn af forystumönnum handknattleikssambandsins var sjáanlegur. Formaður HSÍ var ekki viðstaddur, formaður landsliðsnefndar ekki sjáanlegur og framkvæmdastjóri sambandsins löglega afsakaður enda í sumarfríi. Það er hins vegar undarlegt að nú þegar sex dagar eru í leikana að ekki liggi ljóst fyrir hvort leikmaðurinn geti leikið eða ekki. Það var ljóst fyrir Frakklandsförina að leikmaðurinn kenndi sér meins og því virðist sem menn séu að vinna verkið á síðustu stundu og í sjálfu sér fallnir á tíma. Svo virðist sem móðurfélag leikmannsins, Kiel í Þýskalandi, hafi lokaorðið og þykir forráðamönnum liðsins leikmaðurinn ekki nægilega góður til þess að fara í gegnum þá meðferð sem í boði er hjá íslenska landsliðinu. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að leikmaðurinn fari ekki til London. Það yrði að sönnu mikið áfall fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vera án Arons Pálmarssonar og myndi veikja íslenska liðið til mikilla muna. Það hlýtur að vera óþolandi staða fyrir landsliðsþjálfarann í handknattleik að þurfa að standa einn og svara fyrir það hver eigi að hafa lokorðið hvort leikmaðurinn sjálfur gangi heill til skógar, geti spilað. Hver á að taka ákvörðunina? Leikmaðurinn? Landsliðsþjálfarinn? Stjórn Handknattleikssambandins? Eða Kiel?
Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita