Fer Aron ekki til London? Guðjón Guðmundsson skrifar 21. júlí 2012 21:13 Nordicphotos/Bongarts Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Aron Pálmarsson hefur kennt sér meins í hné síðustu vikur og eftir Frakklandsmótið um síðustu helgi varð ljóst að hann þyrfti að fara í nákvæmari skoðun og myndatöku sem framkvæmd var af læknateymi íslenska landsliðsins. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu læknar íslenska landsliðsins hafa talið sig geta læknað meinið að því marki að leikmaðurinn gæti tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins á Ólymíuleikunum í London. Við þetta munu hins vegar forráðamenn Kiel, sem Aron leikur með, ekki hafa sætt sig við og hafa kallað leikmanninn til læknisskoðunar í Þýskalandi. Aron mun fara til Þýskalands á morgun, sunnudag. Málið er ekki síst undarlegt fyrir þær sakir að svo virðist sem enginn geti tekið ákvörðun um það hver eigi að hafa lokaorðið varðandi meiðsli leikmannsins. Það vakti athygli á landsleiknum gegn Argentínumönnum í Hafnarfirði í dag að enginn af forystumönnum handknattleikssambandsins var sjáanlegur. Formaður HSÍ var ekki viðstaddur, formaður landsliðsnefndar ekki sjáanlegur og framkvæmdastjóri sambandsins löglega afsakaður enda í sumarfríi. Það er hins vegar undarlegt að nú þegar sex dagar eru í leikana að ekki liggi ljóst fyrir hvort leikmaðurinn geti leikið eða ekki. Það var ljóst fyrir Frakklandsförina að leikmaðurinn kenndi sér meins og því virðist sem menn séu að vinna verkið á síðustu stundu og í sjálfu sér fallnir á tíma. Svo virðist sem móðurfélag leikmannsins, Kiel í Þýskalandi, hafi lokaorðið og þykir forráðamönnum liðsins leikmaðurinn ekki nægilega góður til þess að fara í gegnum þá meðferð sem í boði er hjá íslenska landsliðinu. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að leikmaðurinn fari ekki til London. Það yrði að sönnu mikið áfall fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vera án Arons Pálmarssonar og myndi veikja íslenska liðið til mikilla muna. Það hlýtur að vera óþolandi staða fyrir landsliðsþjálfarann í handknattleik að þurfa að standa einn og svara fyrir það hver eigi að hafa lokorðið hvort leikmaðurinn sjálfur gangi heill til skógar, geti spilað. Hver á að taka ákvörðunina? Leikmaðurinn? Landsliðsþjálfarinn? Stjórn Handknattleikssambandins? Eða Kiel? Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Aron Pálmarsson hefur kennt sér meins í hné síðustu vikur og eftir Frakklandsmótið um síðustu helgi varð ljóst að hann þyrfti að fara í nákvæmari skoðun og myndatöku sem framkvæmd var af læknateymi íslenska landsliðsins. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu læknar íslenska landsliðsins hafa talið sig geta læknað meinið að því marki að leikmaðurinn gæti tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins á Ólymíuleikunum í London. Við þetta munu hins vegar forráðamenn Kiel, sem Aron leikur með, ekki hafa sætt sig við og hafa kallað leikmanninn til læknisskoðunar í Þýskalandi. Aron mun fara til Þýskalands á morgun, sunnudag. Málið er ekki síst undarlegt fyrir þær sakir að svo virðist sem enginn geti tekið ákvörðun um það hver eigi að hafa lokaorðið varðandi meiðsli leikmannsins. Það vakti athygli á landsleiknum gegn Argentínumönnum í Hafnarfirði í dag að enginn af forystumönnum handknattleikssambandsins var sjáanlegur. Formaður HSÍ var ekki viðstaddur, formaður landsliðsnefndar ekki sjáanlegur og framkvæmdastjóri sambandsins löglega afsakaður enda í sumarfríi. Það er hins vegar undarlegt að nú þegar sex dagar eru í leikana að ekki liggi ljóst fyrir hvort leikmaðurinn geti leikið eða ekki. Það var ljóst fyrir Frakklandsförina að leikmaðurinn kenndi sér meins og því virðist sem menn séu að vinna verkið á síðustu stundu og í sjálfu sér fallnir á tíma. Svo virðist sem móðurfélag leikmannsins, Kiel í Þýskalandi, hafi lokaorðið og þykir forráðamönnum liðsins leikmaðurinn ekki nægilega góður til þess að fara í gegnum þá meðferð sem í boði er hjá íslenska landsliðinu. Er því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að leikmaðurinn fari ekki til London. Það yrði að sönnu mikið áfall fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vera án Arons Pálmarssonar og myndi veikja íslenska liðið til mikilla muna. Það hlýtur að vera óþolandi staða fyrir landsliðsþjálfarann í handknattleik að þurfa að standa einn og svara fyrir það hver eigi að hafa lokorðið hvort leikmaðurinn sjálfur gangi heill til skógar, geti spilað. Hver á að taka ákvörðunina? Leikmaðurinn? Landsliðsþjálfarinn? Stjórn Handknattleikssambandins? Eða Kiel?
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira