Mér er misboðið Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 7. september 2012 06:00 Mér er misboðið" var yfirskrift tölvupósts sem hjúkrunarfræðingur sendi Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þegar greint var frá því í fréttum að velferðarráðherra hefði ákveðið að hækka laun forstjóra Landspítala (LSH) um 450 þúsund krónur. Ákvörðunina tók ráðherra án vitundar formanns kjararáðs sem þó á samkvæmt lögum að ákvarða laun forstjórans. Hjúkrunarfræðingum misbýður að hægt sé að hækka laun forstjórans um rúm 20% á sama tíma og skorið er gegndarlaust niður í þjónustunni við sjúklinga. Útköll vegna veikinda starfsmanna eru fátíð, yfirvinna bönnuð þó hún sé sannarlega oft nauðsynleg til að tryggja örugga og góða þjónustu, vinnustundum hjúkrunarfræðinga hefur fækkað um 6% frá 2007 á sama tíma og 4% fjölgun hefur orðið á komum á LSH. Færri hjúkrunarfræðingar eiga því að sinna fleiri sjúklingum, án hærri launa. Til að setja þessa hækkun í samhengi við þær breytingar sem orðið hafa í þjónustu á LSH má benda á að í byrjun sumars var göngudeild fyrir kransæðasjúklinga lokað til að spara sem nam rúmlega einu stöðugildi hjúkrunarfræðings. Sú launahækkun sem ráðherra ákvarðaði forstjóra LSH nú, er ekki fjarri þeirri fjárhæð sem sparaðist við lokun göngudeildarinnar! Ráðherra réttlætti ákvörðunina með því að forstjórinn væri ómissandi í þeim verkefnum sem nú væri unnið að á LSH. Forstjóranum hafði verið boðið betur launað starf erlendis. Rétt er að benda ráðherra á að svo mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið starf þar. Öllum hjúkrunarfræðingum á LSH (og annars staðar á landinu) bjóðast því betur launuð störf erlendis. Og allir eru þeir ómissandi. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði kjarasamning við fjármálaráðherra í júní 2011. Í rúmt ár hefur félagið reynt að klára síðari hluta samningagerðarinnar við LSH og aðrar heilbrigðisstofnanir, svokallaða stofnanasamninga. Ætlar velferðarráðherra að ákvarða hjúkrunarfræðingum rúmlega 20% launahækkun í stofnanasamningum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Mér er misboðið" var yfirskrift tölvupósts sem hjúkrunarfræðingur sendi Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þegar greint var frá því í fréttum að velferðarráðherra hefði ákveðið að hækka laun forstjóra Landspítala (LSH) um 450 þúsund krónur. Ákvörðunina tók ráðherra án vitundar formanns kjararáðs sem þó á samkvæmt lögum að ákvarða laun forstjórans. Hjúkrunarfræðingum misbýður að hægt sé að hækka laun forstjórans um rúm 20% á sama tíma og skorið er gegndarlaust niður í þjónustunni við sjúklinga. Útköll vegna veikinda starfsmanna eru fátíð, yfirvinna bönnuð þó hún sé sannarlega oft nauðsynleg til að tryggja örugga og góða þjónustu, vinnustundum hjúkrunarfræðinga hefur fækkað um 6% frá 2007 á sama tíma og 4% fjölgun hefur orðið á komum á LSH. Færri hjúkrunarfræðingar eiga því að sinna fleiri sjúklingum, án hærri launa. Til að setja þessa hækkun í samhengi við þær breytingar sem orðið hafa í þjónustu á LSH má benda á að í byrjun sumars var göngudeild fyrir kransæðasjúklinga lokað til að spara sem nam rúmlega einu stöðugildi hjúkrunarfræðings. Sú launahækkun sem ráðherra ákvarðaði forstjóra LSH nú, er ekki fjarri þeirri fjárhæð sem sparaðist við lokun göngudeildarinnar! Ráðherra réttlætti ákvörðunina með því að forstjórinn væri ómissandi í þeim verkefnum sem nú væri unnið að á LSH. Forstjóranum hafði verið boðið betur launað starf erlendis. Rétt er að benda ráðherra á að svo mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið starf þar. Öllum hjúkrunarfræðingum á LSH (og annars staðar á landinu) bjóðast því betur launuð störf erlendis. Og allir eru þeir ómissandi. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði kjarasamning við fjármálaráðherra í júní 2011. Í rúmt ár hefur félagið reynt að klára síðari hluta samningagerðarinnar við LSH og aðrar heilbrigðisstofnanir, svokallaða stofnanasamninga. Ætlar velferðarráðherra að ákvarða hjúkrunarfræðingum rúmlega 20% launahækkun í stofnanasamningum?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar