Viðskipti innlent

Fjárlagafrumvarpið kynnt í ríkisstjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddný Harðardóttir er fjármálaráðherra.
Oddný Harðardóttir er fjármálaráðherra.
Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti drög að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vinnan við fjárlagafrumvarpið er langt komin, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur bæði úr forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í upphafi þings, eða annan þriðjudag í september. Það er nokkru fyrr en vanalega, því yfirleitt er frumvarpið kynnt 1. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×