Sport

Félagi Phelps segir hann vera latan

Phelps og Clary saman.
Phelps og Clary saman.
Félagi Michael Phelps í bandaríska sundlandsliðinu, Tyler Clary, gagnrýnir Phelps harkalega og segir að hann sé ekki tilbúinn að leggja nógu hart að sér. Þess í stað fljóti hann áfram á náttúrulegum hæfileikum og lágmarksvinnu.

"Það er algjör synd að hann skuli ekki þurfa að leggja mjög hart að sér. Hann hefur fáranlega mikla hæfileika en tekur þessum hæfileikum sem sjálfsögðum hlut. Ef hann hefði lagt almennilega á sig þá hefði hann afrekað enn meira á sínum ferli," sagði Clary.

Phelps hefur viðurkennt að hafa ekki æft alveg af sama krafti fyrir ÓL í London og fyrir síðustu leika.

"Menn eins og hann segjast leggja mjög hart að sér og allt þannig kjaftæði. Maður þarf svo ekki að sjá nema eina æfingu án þess að hann viti af manni til þess að sjá hversu takmarkað hann leggur á sig. Hann hefur verið að bíða eftir því lengi að einhver vinni sig."

Clary og Phelps munu mætast í 200 metra flugsundi í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×