Öfugur hatursáróður Ólafur Egill Jónsson skrifar 18. júlí 2012 06:00 Nokkuð er síðan að ný fjölmiðlalög nr. 38/2011 voru samþykkt. Flutningsmaður lagafrumvarpsins sem varð síðan að lögum var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Tilurð frumvarpsins og hvata má að mestu rekja til tilskipunar frá Evrópuþinginu og ráðinu þ.e. tilskipun 2007/65/EB. Í 27. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2001 er m.a. lagt bann við svokölluðum hatursáróðri. Ákvæðið byggir á 3. gr. b í hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB 2007/65/EB auk þess sem hún á sér samsvörun í tilmælum Evrópuráðsins nr. R (97) 20 um bann við hatursáróðri í fjölmiðlum. Umrætt ákvæði: Fjölmiðlum er óheimilt að hvetja til refsiverðar háttsemi. Bannað er að kynda undir hatri í fjölmiðlum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu. Tekið er fram í athugasemdum með 27. gr. laganna, að í tilmælum Evrópuráðsins R (97) 20 komi fram hvatning til að leggja bann við hatursáróðri gegn stjórnmálaskoðunum. Svo stendur í sjálfu ákvæðinu að bannað sé að kynda undir hatri gagnvart skoðunum. Því vaknar spurningin hvað telst hatursáróður gagnvart skoðun eða stjórnmálaskoðun sé ákvæðið túlkað með þeim hætti að stjórnmálaskoðun sé vernduð gagnvart hatursáróðri. Sem virðist vera nokkuð eðlileg túlkun enda er skoðun víðtækara hugtak heldur en stjórnmálaskoðun, þessi túlkun er eflaust ekki óumdeild en hún á sér nokkra stoð í greinargerð með frumvarpi laganna. Þá vaknar spurningin hvað er hatursáróður gegn stjórnmálaskoðun. Þegar það kemur að pólitík er það bæði eðlilegt og gott að menn takist á og reyni að vinna sínum skoðunum fylgi. Í þeirri viðleitni eiga menn það til að ráðast á andstæðar skoðanir og reyna að sýna fram á galla þeirra frekar en að útskýra ágæti eigin skoðana. Þá ráðast menn oft á tíðum á persónur og tækla manninn frekar en málefnið. Lögin gilda um fjölmiðla en ekki einstaklinga sem setja fram skoðanir sínar. Ef einstaklingar ganga of langt eru ákvæði hegningarlaga sem taka á því. Tilfelli fjölmiðla er flóknara, fjölmiðlar eru hugmyndafræðilega eingöngu að flytja fréttir. Erfitt er að greina hvenær fjölmiðlar eru viljandi að taka eitt sjónarhorn fram yfir annað eða hvort þeir eru að koma sínum skoðunum á framfæri. Þetta geta fjölmiðlar gert með því að velja fréttaefni, haga framsetningu fréttar með ákveðnu móti eða með því að einblína á eitt sjónarhorn. Í framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur þróunin verið sú að líta svo á að í 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu felist réttur til að heyra báðar hliðar hvers máls. Í 26. gr. nýju fjölmiðlalaganna virðist vera tilvísun í þetta „Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna". Fyrirmynd 27. gr. laganna er byggð á því að fjölmiðlar í Evrópu eru taldir hafa þróast í átt til umburðarleysis gagnvart ólíkum hópum í samfélaginu. Það er spurning hversu vel þessar áhyggjur eigi við um íslenska fjölmiðla. Það er hins vegar gott að horfa til reynslu annarra og læra af henni. Aðalhættan nú á dögum virðist hins vegar frekar vera hatursáróður gagnvart óvinsælum skoðunum eða skoðunum sem falla ekki undir pólitíska rétthugsun. Hættan á því að fjölmiðlar gangi of langt í einhliða umfjöllun sem er í eðli sínu áróður og byggist á því að skoðun sé röng ætti með réttu að teljast hatursáróður; slíkan áróður væri hægt að kalla öfugan hatursáróður. Því vona ég að túlkun og beiting þessa ákvæðis verði ekki of þröng og blind gagnvart áróðri sem er jafn skaðlegur gagnvart þeim sem honum er beitt gegn og áróður sem er grundvöllur að fyrirmynd laganna. Ef lögunum er eingöngu beint gagnvart eldri reynslu er mögulegt að lögin verndi ekki þá sem eru í hættu nú á dögum. Ef það verður slys á einum gatnamótum vegna lélegs skipulags þá borgar sig að fara yfir öll gatnamót og sjá hvort hætta sé á slysi en ekki bara laga gatnamótin þar sem slysið átti sér stað. Ég treysti á að markaðstorg hugmyndanna geti verið nægilegur grundvöllur til þess að leysa úr því hvað sé rétt og hvað sé rangt, hins vegar virkar markaðstorgið ekki ef hugmyndirnar rata ekki þangað og lamið er á einni skoðun fram yfir aðra. Enn fremur eykur það hættu á ofbeldi gagnvart þeim sem við á og aldrei má gleyma því að útskúfun úr samfélaginu er ein harðasta refsing sem menn geta hlotið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nokkuð er síðan að ný fjölmiðlalög nr. 38/2011 voru samþykkt. Flutningsmaður lagafrumvarpsins sem varð síðan að lögum var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Tilurð frumvarpsins og hvata má að mestu rekja til tilskipunar frá Evrópuþinginu og ráðinu þ.e. tilskipun 2007/65/EB. Í 27. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2001 er m.a. lagt bann við svokölluðum hatursáróðri. Ákvæðið byggir á 3. gr. b í hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB 2007/65/EB auk þess sem hún á sér samsvörun í tilmælum Evrópuráðsins nr. R (97) 20 um bann við hatursáróðri í fjölmiðlum. Umrætt ákvæði: Fjölmiðlum er óheimilt að hvetja til refsiverðar háttsemi. Bannað er að kynda undir hatri í fjölmiðlum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu. Tekið er fram í athugasemdum með 27. gr. laganna, að í tilmælum Evrópuráðsins R (97) 20 komi fram hvatning til að leggja bann við hatursáróðri gegn stjórnmálaskoðunum. Svo stendur í sjálfu ákvæðinu að bannað sé að kynda undir hatri gagnvart skoðunum. Því vaknar spurningin hvað telst hatursáróður gagnvart skoðun eða stjórnmálaskoðun sé ákvæðið túlkað með þeim hætti að stjórnmálaskoðun sé vernduð gagnvart hatursáróðri. Sem virðist vera nokkuð eðlileg túlkun enda er skoðun víðtækara hugtak heldur en stjórnmálaskoðun, þessi túlkun er eflaust ekki óumdeild en hún á sér nokkra stoð í greinargerð með frumvarpi laganna. Þá vaknar spurningin hvað er hatursáróður gegn stjórnmálaskoðun. Þegar það kemur að pólitík er það bæði eðlilegt og gott að menn takist á og reyni að vinna sínum skoðunum fylgi. Í þeirri viðleitni eiga menn það til að ráðast á andstæðar skoðanir og reyna að sýna fram á galla þeirra frekar en að útskýra ágæti eigin skoðana. Þá ráðast menn oft á tíðum á persónur og tækla manninn frekar en málefnið. Lögin gilda um fjölmiðla en ekki einstaklinga sem setja fram skoðanir sínar. Ef einstaklingar ganga of langt eru ákvæði hegningarlaga sem taka á því. Tilfelli fjölmiðla er flóknara, fjölmiðlar eru hugmyndafræðilega eingöngu að flytja fréttir. Erfitt er að greina hvenær fjölmiðlar eru viljandi að taka eitt sjónarhorn fram yfir annað eða hvort þeir eru að koma sínum skoðunum á framfæri. Þetta geta fjölmiðlar gert með því að velja fréttaefni, haga framsetningu fréttar með ákveðnu móti eða með því að einblína á eitt sjónarhorn. Í framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur þróunin verið sú að líta svo á að í 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu felist réttur til að heyra báðar hliðar hvers máls. Í 26. gr. nýju fjölmiðlalaganna virðist vera tilvísun í þetta „Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna". Fyrirmynd 27. gr. laganna er byggð á því að fjölmiðlar í Evrópu eru taldir hafa þróast í átt til umburðarleysis gagnvart ólíkum hópum í samfélaginu. Það er spurning hversu vel þessar áhyggjur eigi við um íslenska fjölmiðla. Það er hins vegar gott að horfa til reynslu annarra og læra af henni. Aðalhættan nú á dögum virðist hins vegar frekar vera hatursáróður gagnvart óvinsælum skoðunum eða skoðunum sem falla ekki undir pólitíska rétthugsun. Hættan á því að fjölmiðlar gangi of langt í einhliða umfjöllun sem er í eðli sínu áróður og byggist á því að skoðun sé röng ætti með réttu að teljast hatursáróður; slíkan áróður væri hægt að kalla öfugan hatursáróður. Því vona ég að túlkun og beiting þessa ákvæðis verði ekki of þröng og blind gagnvart áróðri sem er jafn skaðlegur gagnvart þeim sem honum er beitt gegn og áróður sem er grundvöllur að fyrirmynd laganna. Ef lögunum er eingöngu beint gagnvart eldri reynslu er mögulegt að lögin verndi ekki þá sem eru í hættu nú á dögum. Ef það verður slys á einum gatnamótum vegna lélegs skipulags þá borgar sig að fara yfir öll gatnamót og sjá hvort hætta sé á slysi en ekki bara laga gatnamótin þar sem slysið átti sér stað. Ég treysti á að markaðstorg hugmyndanna geti verið nægilegur grundvöllur til þess að leysa úr því hvað sé rétt og hvað sé rangt, hins vegar virkar markaðstorgið ekki ef hugmyndirnar rata ekki þangað og lamið er á einni skoðun fram yfir aðra. Enn fremur eykur það hættu á ofbeldi gagnvart þeim sem við á og aldrei má gleyma því að útskúfun úr samfélaginu er ein harðasta refsing sem menn geta hlotið.
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar