Handbolti

Guðjón Valur og Snorri Steinn með 11 mörk saman í sigri AG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk í kvöld.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk í kvöld. Mynd/Heimasíða AG
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk og Snorri Steinn Guðjónsson var með fimm mörk þegar AG Kaupmannahöfn vann 29-26 útisigur á Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.

Snorri Steinn kom aftur inn í liðið eftir tveggja leikja bann og skoraði mikilvæg mörk í kvöld. Guðjón Valur fór á kostum á þeim kafla sem AG gerði nánast út um leikinn.

Ólafur Stefánsson spilaði ekki í kvöld og Arnór Atlason gat ekki leikið vegna meiðsla.

AG liðið var á eftir í byrjun en Snorri Steinn Guðjónsson átti góða innkomu í lok fyrri hálfleiks og hjálpaði liðinu að ná tveggja stiga forskot í hálfleik, 14-12, með því að skora tvö síðustu mörk liðsins í hálfleiknum.

Guðjón valur Sigurðsson virtist síðan vera að gera út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skoraði fjögur mörk í röð og kom AG átta mörkum yfir, 23-15.

Skanderborg gafst ekki upp og skoraði fjögur mörk í röð þar til að Sborri Steinn braut loksins ísinn og kom AG í 24-19.

Skanderborg minnkaði muninn í tvö mörk, 27-25, en þá kom Snorri aftur með mikilvægt mark og AG landaði að lokum þriggja marka sigri, 29-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×