Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur BBI skrifar 2. júlí 2012 10:26 Sæstrengur lagður. Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur. Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur.
Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08