Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur BBI skrifar 2. júlí 2012 10:26 Sæstrengur lagður. Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur. Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur.
Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08