Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur BBI skrifar 2. júlí 2012 10:26 Sæstrengur lagður. Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur. Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur.
Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08