Jose Maria Olazabal, fyrirliði Ryder-liðs Evrópu, hefur valið Thomas Björn, Darren Clarke og Paul McGinley sem þrjá af fjórum varafyrirliðum liðsins.
Olazabal mun tilkynna fjórða varafyrirliðann 27. ágúst ásamt fjórum kylfingum að eigin vali sem unnu sér ekki sæti í tólf manna liðinu.
„Þú þarft augu, fleiri augu til þess að fylgjast með kylfingunum á æfingahringjunum og afla eins mikilla upplýsinga um hve vel þeir eru að spila," sagði Olazabal um hlutverk varafyrirliðanna.
Ryder-bikarinn fer fram á Medinah-vellinum í Chicago helgina 28.-30. september. Lið Evrópu á titil að verja.
Olazabal hefur valið þrjá varafyrirliða
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
