Viðskipti innlent

Innlán heimila hafa lækkað verulega frá 2008

Innlán heimila landsins hjá fjármálastofnunum hafa lækkað verulega frá árinu 2008 og þar til í fyrra eða um rúmlega 140 milljarða króna.

Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra í svari við fyrirspurn á Alþingi frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Þar kemur fram á á milli áranna 2007 og 2008 hækkuðu innlánin úr 553 milljörðum króna og upp í tæplega 760 milljarða króna eða um yfir 200 milljarða króna. Síðan þá hafa þessi innlán stöðugt minnkað og voru orðnin 618 milljarðar króna um síðustu áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×