Búinn að keyra hátt í 40 þúsund kílómetra í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. apríl 2012 06:00 Guðmundur leggur mikið á sig til þess að spila körfubolta í Þorlákshöfn. fréttablaðið/valli „Ég keyri nánast á hverjum einasta degi. Það hafa nokkrir spurt mig að því hvort ég sé geðveikur en það munar mikið um Suðurstrandarveginn," sagði Þórsarinn Guðmundur Jónsson sem lætur sig ekki muna um að keyra 150 kílómetra nær daglega á æfingar og í leiki. Ferðin aðra leið er 75 kílómetrar. Hann keyrir frá Njarðvík yfir í Þorlákshöfn og alla jafna getur hann keyrt Suðurstrandarveginn sem er talsvert styttra en að keyra í gegnum höfuðborgina. „Suðurstrandarvegurinn er fínn en ég er einn og hálfan tíma ef ég þarf að fara í gegnum Reykjavík. Ef ég kemst Suðurstrandarveginn dugar mér að leggja af stað klukkutíma fyrir æfingu og ég er kominn tímanlega. Sá akstur tekur um 50 mínútur." Faðir Guðmundar fór yfir það á dögunum hversu mikið sonurinn væri búinn að keyra í vetur og tölurnar eru nokkuð sláandi. „Þetta er eitthvað í kringum 40 þúsund kílómetrar. Það er dágóður slatti og ansi margir klukkutímar í bílnum. Ég gef mér alveg rúma fjóra tíma á dag sem snúast um æfinguna," sagði Guðmundur en er hann ekkert orðinn þreyttur á þessu? „Þegar ég ákvað að spila með Þorlákshöfn ákvað ég að sleppa allri neikvæðri hugsun um aksturinn. Ef ég væri alltaf að hugsa um það væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu. Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan hátt og nýta tímann í bílnum til þess að hugsa um lífið og tilveruna." Guðmundur segist eðlilega spila svolítið tónlist á leiðinni en hann á það líka til að gleyma sér í hugsunum sínum. „Ég hef stundum uppgötvað þegar ég er að verða kominn á leiðarenda að ég hef ekkert kveikt á útvarpinu. Þá er ég bara í hugsunum og spá í hlutunum. Það er mjög fínt. Það hjálpar líka til að það er búið að ganga vel. Skemmtilegir strákar í liðinu og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er auðvelt. Auðveldara en ég átti von á." Leikmaðurinn knái þorir ekki að skjóta á hvað hann sé búinn að fara með í bensín í vetur en segir að Þór komi til móts við hann í þeim efnum enda bensíndropinn orðinn ansi dýr. Guðmundur er aðeins með eins árs samning við Þór og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að keyra Suðurstrandarveginn næsta vetur. Í kvöld fer fram annar leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þór tapaði fyrstu orrustunni og stefnir á hefndir í kvöld. „Við gerðum mörg mistök í fyrsta leiknum og varnarleikurinn okkar var óvenju slakur. Þeir skora ekki aftur rúmlega 90 stig gegn okkur." Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Ég keyri nánast á hverjum einasta degi. Það hafa nokkrir spurt mig að því hvort ég sé geðveikur en það munar mikið um Suðurstrandarveginn," sagði Þórsarinn Guðmundur Jónsson sem lætur sig ekki muna um að keyra 150 kílómetra nær daglega á æfingar og í leiki. Ferðin aðra leið er 75 kílómetrar. Hann keyrir frá Njarðvík yfir í Þorlákshöfn og alla jafna getur hann keyrt Suðurstrandarveginn sem er talsvert styttra en að keyra í gegnum höfuðborgina. „Suðurstrandarvegurinn er fínn en ég er einn og hálfan tíma ef ég þarf að fara í gegnum Reykjavík. Ef ég kemst Suðurstrandarveginn dugar mér að leggja af stað klukkutíma fyrir æfingu og ég er kominn tímanlega. Sá akstur tekur um 50 mínútur." Faðir Guðmundar fór yfir það á dögunum hversu mikið sonurinn væri búinn að keyra í vetur og tölurnar eru nokkuð sláandi. „Þetta er eitthvað í kringum 40 þúsund kílómetrar. Það er dágóður slatti og ansi margir klukkutímar í bílnum. Ég gef mér alveg rúma fjóra tíma á dag sem snúast um æfinguna," sagði Guðmundur en er hann ekkert orðinn þreyttur á þessu? „Þegar ég ákvað að spila með Þorlákshöfn ákvað ég að sleppa allri neikvæðri hugsun um aksturinn. Ef ég væri alltaf að hugsa um það væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu. Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan hátt og nýta tímann í bílnum til þess að hugsa um lífið og tilveruna." Guðmundur segist eðlilega spila svolítið tónlist á leiðinni en hann á það líka til að gleyma sér í hugsunum sínum. „Ég hef stundum uppgötvað þegar ég er að verða kominn á leiðarenda að ég hef ekkert kveikt á útvarpinu. Þá er ég bara í hugsunum og spá í hlutunum. Það er mjög fínt. Það hjálpar líka til að það er búið að ganga vel. Skemmtilegir strákar í liðinu og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er auðvelt. Auðveldara en ég átti von á." Leikmaðurinn knái þorir ekki að skjóta á hvað hann sé búinn að fara með í bensín í vetur en segir að Þór komi til móts við hann í þeim efnum enda bensíndropinn orðinn ansi dýr. Guðmundur er aðeins með eins árs samning við Þór og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að keyra Suðurstrandarveginn næsta vetur. Í kvöld fer fram annar leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þór tapaði fyrstu orrustunni og stefnir á hefndir í kvöld. „Við gerðum mörg mistök í fyrsta leiknum og varnarleikurinn okkar var óvenju slakur. Þeir skora ekki aftur rúmlega 90 stig gegn okkur."
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira