Hvað með Feneyjaskrána? 25. október 2012 06:00 Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar