Þegar hátt er reitt til höggs Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2012 06:00 Útvegsmenn hafa reitt hátt til höggs undanfarnar vikur og kosta nú óbilgjarnan og villandi áróður gegn áformum löglega kjörinna stjórnvalda um að breyta stjórn fiskveiða og innheimta eðlilegt og réttlátt veiðigjald af útgerðum fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Fyrir síðustu helgi ákvað forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna að hvetja félagsmenn til að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur og halda skipum sínum í höfn að loknum sjómannadeginum. Í umræddum lögum segir orðrétt: „Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi." Lög, sem sett eru af Alþingi, verða og eiga að ná jafnt yfir alla. Útgerðarmenn standa ekkert ofar landslögum þótt þeir hafi ef til vill vanist því um áratuga skeið að fara sínu fram í krafti Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins sem þeir hafa nú eignast og gert að fréttabréfi sínu. Þeir ætla seint að sætta sig við þá einföldu staðreynd að auðlindir hafsins hér við land eru eign þjóðarinnar og kjörnir fulltrúar hennar hafa umboð til þess að ráðstafa henni. Sanngjarnt gjald til þjóðarinnarÁ frumvörpunum tveimur um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, sem nú er deilt um á Alþingi, hafa verið gerðar margvíslegar breytingar. Tillit hefur verið tekið til athugasemda og umsagna og flestar eru breytingarnar útgerðarfélögunum til hagsbóta. Þar á meðal hefur hið sérstaka veiðigjald verið lækkað umtalsvert frá því sem upphaflega var lagt til og er nú ráðgert að tekjur almennings af veiðigjöldum verði um 15 milljarðar króna í góðæri sjávarútvegsins. Meðfylgjandi tafla sýnir meira góðæri greinarinnar undanfarin 4 ár en forkólfa LÍÚ gat dreymt um haustið 2008 þegar fjármálakerfið íslenska hrundi að mestu. Það er einkennilegt við þessi skilyrði að hlusta á stjórnarandstæðinga á Alþingi hamast gegn réttlátu veiðigjaldi og taka undir rakalausar og forhertar dómsdagsspár sumra útvegsmanna. Ég get fullvissað þá um að íslenskur sjávarútvegur þolir ágætlega að greiða 15 milljarða króna til samfélagsins af áætlaðri 78 milljarða króna framlegð (EBITDA) á þessu ári. Eftir sitja 63 milljarðar sem er langt umfram meðaltalsframlegð sjávarútvegsins síðustu 10 árin. Laun sjómanna og uppbygging á landsbyggðinniÚtgerðarmenn hafa sagst geta greitt hærra veiðigjald þegar á þá hefur verið gengið en hafa samt verið ófáanlegir til þess að lýsa því hversu hátt gjaldið megi vera. Afkomutölurnar tala hins vegar sínu máli og sýna að 15 milljarðar króna hljóta að teljast sanngjarnt gjald fyrir nýtingarréttinn. Ljóst er ennfremur að sérstakt veiðigjald, sem ræðst af afkomu greinarinnar, verður ávallt aðeins brot af því gjaldi sem útgerðarmenn hafa greitt hverjir öðrum í kvótaviðskiptum sín á milli eða þegar þeir hafa leigt til sín aflaheimildir af handhöfum veiðiheimildanna. Þá þykir mörgum útvegsmönnum sjálfsagt að innheimta af leiguliðunum 200 til 300 krónur fyrir þorskkílóið. Nú kveinka þeir sér undan gjaldi sem verður varla hærra en 40 krónur fyrir þorskígildiskílóið. Auk þess er ætlunin nú að ívilna útgerðum sem mjög eru skuldsettar vegna kvótakaupa eða sem nemur árlega 1,5 milljörðum króna næstu árin. Auk þess eru allar smærri útgerðir undanþegnar sérstaka veiðigjaldinu eða um helmingur útgerða í landinu. Þeir hafa líka haldið því fram að hærra veiðigjald bitni á kjörum sjómanna. Þetta hefur verið hrakið. Launakostnaður er frádráttarbær eins og annar rekstrarkostnaður og er því ekki hluti af þeim stofni sem veiðigjaldið er reiknað af. Eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir er ætlunin að nota 17 milljarða króna af veiðigjaldi næstu þriggja ára til að fjármagna fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er m.a. gert ráð fyrir nýjum Herjólfi og framkvæmdum í Landeyjahöfn. Einnig á að hraða gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga og efla nýsköpun, skapandi greinar, atvinnuþróun og sóknaráætlanir landshlutanna. Útvegsmenn ættu að vera stoltir yfir því að geta tekið þátt í slíkri uppbyggingu innviða samfélagsins með löglega kjörnum stjórnvöldum í stað þess að reiða til höggs gegn svo auðsjáanlegum almannahagsmunum Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Útvegsmenn hafa reitt hátt til höggs undanfarnar vikur og kosta nú óbilgjarnan og villandi áróður gegn áformum löglega kjörinna stjórnvalda um að breyta stjórn fiskveiða og innheimta eðlilegt og réttlátt veiðigjald af útgerðum fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Fyrir síðustu helgi ákvað forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna að hvetja félagsmenn til að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur og halda skipum sínum í höfn að loknum sjómannadeginum. Í umræddum lögum segir orðrétt: „Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi." Lög, sem sett eru af Alþingi, verða og eiga að ná jafnt yfir alla. Útgerðarmenn standa ekkert ofar landslögum þótt þeir hafi ef til vill vanist því um áratuga skeið að fara sínu fram í krafti Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins sem þeir hafa nú eignast og gert að fréttabréfi sínu. Þeir ætla seint að sætta sig við þá einföldu staðreynd að auðlindir hafsins hér við land eru eign þjóðarinnar og kjörnir fulltrúar hennar hafa umboð til þess að ráðstafa henni. Sanngjarnt gjald til þjóðarinnarÁ frumvörpunum tveimur um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, sem nú er deilt um á Alþingi, hafa verið gerðar margvíslegar breytingar. Tillit hefur verið tekið til athugasemda og umsagna og flestar eru breytingarnar útgerðarfélögunum til hagsbóta. Þar á meðal hefur hið sérstaka veiðigjald verið lækkað umtalsvert frá því sem upphaflega var lagt til og er nú ráðgert að tekjur almennings af veiðigjöldum verði um 15 milljarðar króna í góðæri sjávarútvegsins. Meðfylgjandi tafla sýnir meira góðæri greinarinnar undanfarin 4 ár en forkólfa LÍÚ gat dreymt um haustið 2008 þegar fjármálakerfið íslenska hrundi að mestu. Það er einkennilegt við þessi skilyrði að hlusta á stjórnarandstæðinga á Alþingi hamast gegn réttlátu veiðigjaldi og taka undir rakalausar og forhertar dómsdagsspár sumra útvegsmanna. Ég get fullvissað þá um að íslenskur sjávarútvegur þolir ágætlega að greiða 15 milljarða króna til samfélagsins af áætlaðri 78 milljarða króna framlegð (EBITDA) á þessu ári. Eftir sitja 63 milljarðar sem er langt umfram meðaltalsframlegð sjávarútvegsins síðustu 10 árin. Laun sjómanna og uppbygging á landsbyggðinniÚtgerðarmenn hafa sagst geta greitt hærra veiðigjald þegar á þá hefur verið gengið en hafa samt verið ófáanlegir til þess að lýsa því hversu hátt gjaldið megi vera. Afkomutölurnar tala hins vegar sínu máli og sýna að 15 milljarðar króna hljóta að teljast sanngjarnt gjald fyrir nýtingarréttinn. Ljóst er ennfremur að sérstakt veiðigjald, sem ræðst af afkomu greinarinnar, verður ávallt aðeins brot af því gjaldi sem útgerðarmenn hafa greitt hverjir öðrum í kvótaviðskiptum sín á milli eða þegar þeir hafa leigt til sín aflaheimildir af handhöfum veiðiheimildanna. Þá þykir mörgum útvegsmönnum sjálfsagt að innheimta af leiguliðunum 200 til 300 krónur fyrir þorskkílóið. Nú kveinka þeir sér undan gjaldi sem verður varla hærra en 40 krónur fyrir þorskígildiskílóið. Auk þess er ætlunin nú að ívilna útgerðum sem mjög eru skuldsettar vegna kvótakaupa eða sem nemur árlega 1,5 milljörðum króna næstu árin. Auk þess eru allar smærri útgerðir undanþegnar sérstaka veiðigjaldinu eða um helmingur útgerða í landinu. Þeir hafa líka haldið því fram að hærra veiðigjald bitni á kjörum sjómanna. Þetta hefur verið hrakið. Launakostnaður er frádráttarbær eins og annar rekstrarkostnaður og er því ekki hluti af þeim stofni sem veiðigjaldið er reiknað af. Eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir er ætlunin að nota 17 milljarða króna af veiðigjaldi næstu þriggja ára til að fjármagna fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er m.a. gert ráð fyrir nýjum Herjólfi og framkvæmdum í Landeyjahöfn. Einnig á að hraða gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga og efla nýsköpun, skapandi greinar, atvinnuþróun og sóknaráætlanir landshlutanna. Útvegsmenn ættu að vera stoltir yfir því að geta tekið þátt í slíkri uppbyggingu innviða samfélagsins með löglega kjörnum stjórnvöldum í stað þess að reiða til höggs gegn svo auðsjáanlegum almannahagsmunum Íslendinga.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar