Kubica vann fyrsta mót endurkomunnar Birgir Þór Harðarson skrifar 9. september 2012 20:58 Kubica er snúinn aftur eftir endurhæfingar og þjálfanir. nordicphotos/afp Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira