Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi.
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri SpKef, sat í stjórn Kistu frá stofnun þess félags og fram yfir bankahrun, enda átti SpKef 31,4 prósenta hlut í félaginu.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Kista hafi aukið eignarhlut sinn í Existu umtalsvert á árinu 2007 með lánum frá Kaupþingi, Glitni og Straumi. Í lok þess árs var Kista orðin annar stærsti hluthafinn á eftir Bakkavararbræðrunum og hluturinn var metinn á um 20 milljarða króna.
Á móti skuldaði félagið hins vegar 17,3 milljarða króna og Kista hafði tapað 8,5 milljörðum á árinu vegna fallandi hlutabréfaverðs í Existu. Vegna þessa juku hluthafarnir, þar á meðal SpKef, hlutafé Kistu um 7,1 milljarð króna snemma árs 2008 auk þess sem þeir lögðu fram auknar ábyrgðir til að ekki væri hægt að gjaldfella lánin.
Við bankahrunið varð eign Existu í Kaupþingi, og um leið eign Kistu í Existu, verðlaus. SpKef hafði tapað milljörðum króna í áhættufjárfestingum í Existu.
Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu

Mest lesið

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent