SpKef tapaði 50 milljörðum 14. júní 2012 07:00 Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) jók innlán sín um 8,5 milljarða króna á árinu 2009. Áður höfðu þau aukist um 9,8 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2008. Alls jukust þau um tæp 30 prósent frá því skömmu fyrir bankahrun og fram til loka árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti sjóðurinn ekki lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé og starfaði því á undanþágu. Kostnaður vegna innlánasöfnunarinnar lendir á skattgreiðendum. Alls tapaði SpKef 46,6 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Þetta kemur fram í áður óbirtum drögum að ársreikningum SpKef sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögum að ársreikningi SpKef fyrir árið 2009 kemur fram að innlán hans hafi verið orðin 63,2 milljarðar króna í lok þess árs. Þau voru 44,9 milljarðar króna um mitt ár 2008. Á sama tíma og sjóðurinn jók við innlán sín rýrnaði virði eigna hans um 17 milljarða króna auk þess sem hann greiddi um 2,3 milljarða króna í laun, launatengd gjöld og „annan rekstrarkostnað". SpKef starfaði fram í apríl 2010 þegar nýr SpKef var settur á fót. Samkvæmt drögum að ársreikningi hans fyrir það ár tapaði sjóðurinn 11,9 milljörðum króna á því ári. Þar kemur einnig fram að allar eignir sjóðsins, „að undanskildum 100 milljónum króna, [voru] fluttar yfir til SpKef sparisjóðs". Hann tók auk þess yfir „öll almenn innlán auk skulda við Seðlabanka vegna daglána og endurhverfra viðskipta og önnur lán sem voru tryggð með veðum í yfirteknum eignum". Nýja SpKef var síðan rennt inn í Landsbankann í mars 2011. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að íslenska ríkið eigi að greiða Landsbankanum 19,2 milljarða króna vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlaður vaxtakostnaður vegna greiðslunnar um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið hafði þegar lagt hinum fallna sjóði til 900 milljónir króna í eiginfjárframlag þegar hann var settur á fót. - þsj / Fréttir Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) jók innlán sín um 8,5 milljarða króna á árinu 2009. Áður höfðu þau aukist um 9,8 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2008. Alls jukust þau um tæp 30 prósent frá því skömmu fyrir bankahrun og fram til loka árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti sjóðurinn ekki lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé og starfaði því á undanþágu. Kostnaður vegna innlánasöfnunarinnar lendir á skattgreiðendum. Alls tapaði SpKef 46,6 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Þetta kemur fram í áður óbirtum drögum að ársreikningum SpKef sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögum að ársreikningi SpKef fyrir árið 2009 kemur fram að innlán hans hafi verið orðin 63,2 milljarðar króna í lok þess árs. Þau voru 44,9 milljarðar króna um mitt ár 2008. Á sama tíma og sjóðurinn jók við innlán sín rýrnaði virði eigna hans um 17 milljarða króna auk þess sem hann greiddi um 2,3 milljarða króna í laun, launatengd gjöld og „annan rekstrarkostnað". SpKef starfaði fram í apríl 2010 þegar nýr SpKef var settur á fót. Samkvæmt drögum að ársreikningi hans fyrir það ár tapaði sjóðurinn 11,9 milljörðum króna á því ári. Þar kemur einnig fram að allar eignir sjóðsins, „að undanskildum 100 milljónum króna, [voru] fluttar yfir til SpKef sparisjóðs". Hann tók auk þess yfir „öll almenn innlán auk skulda við Seðlabanka vegna daglána og endurhverfra viðskipta og önnur lán sem voru tryggð með veðum í yfirteknum eignum". Nýja SpKef var síðan rennt inn í Landsbankann í mars 2011. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að íslenska ríkið eigi að greiða Landsbankanum 19,2 milljarða króna vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlaður vaxtakostnaður vegna greiðslunnar um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið hafði þegar lagt hinum fallna sjóði til 900 milljónir króna í eiginfjárframlag þegar hann var settur á fót. - þsj /
Fréttir Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira