NBA í nótt: Miami og Oklahoma City komin í 3-0 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2012 09:00 Chris Bosh, JR Smith og Carmelo Anthony í baráttunni í nótt. Mynd/AP New York Knicks tapaði í nótt sínum þrettánda leik í röð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er met. Miami vann New York, 87-70, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmunni. New York vann síðast leik í úrslitakeppni árið 2001 en með tapinu í nótt bætti liðið sex ára gamalt met Memphis. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Miami, þar af sautján í síðasta leikhlutanum. Dwyane Wade bætti við 20 stigum og Mario Chalmers var með nítján. Hjá New York var Carmelo Anthony stigahæstur með 22 stig en hann nýtti aðeins sjö af 23 skotum sínum í leiknum. Amare Stoudeire, Jeremy Lin og Iman Shumpert eru allir frá vegna meiðsla. Oklahoma City er einnig komið í 3-0 í sinni rimmu en liðið er þar með á góðri leið með að sópa núverandi meisturum, Dallas Mavericks, úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn í nótt fór fram í Dallas og vann Oklahoma City öruggan sigur, 95-79. Kevin Durant var með 31 stig og frábæra skotnýtingu - ellefu af fimmtán skotum. Russell Westbrook var með 20 stig, Serge Ibaka tíu og ellefu fráköst. James Harden og Derek Fisher voru með tíu stig hvor. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með sauitján stig en Jason Kidd var með tólf. Engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur tekist að vinna rimmu í úrslitakeppni eftir að hafa lent 3-0 undir. Sex ár eru síðan að meisturum var sópað 4-0 úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006. NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Sjá meira
New York Knicks tapaði í nótt sínum þrettánda leik í röð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er met. Miami vann New York, 87-70, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmunni. New York vann síðast leik í úrslitakeppni árið 2001 en með tapinu í nótt bætti liðið sex ára gamalt met Memphis. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Miami, þar af sautján í síðasta leikhlutanum. Dwyane Wade bætti við 20 stigum og Mario Chalmers var með nítján. Hjá New York var Carmelo Anthony stigahæstur með 22 stig en hann nýtti aðeins sjö af 23 skotum sínum í leiknum. Amare Stoudeire, Jeremy Lin og Iman Shumpert eru allir frá vegna meiðsla. Oklahoma City er einnig komið í 3-0 í sinni rimmu en liðið er þar með á góðri leið með að sópa núverandi meisturum, Dallas Mavericks, úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn í nótt fór fram í Dallas og vann Oklahoma City öruggan sigur, 95-79. Kevin Durant var með 31 stig og frábæra skotnýtingu - ellefu af fimmtán skotum. Russell Westbrook var með 20 stig, Serge Ibaka tíu og ellefu fráköst. James Harden og Derek Fisher voru með tíu stig hvor. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með sauitján stig en Jason Kidd var með tólf. Engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur tekist að vinna rimmu í úrslitakeppni eftir að hafa lent 3-0 undir. Sex ár eru síðan að meisturum var sópað 4-0 úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Sjá meira