Stærri spítali er ekki pjatt heldur nauðsyn Hlíf Steingrímsdóttir og Kristjana G. Guðbergsdóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga. Á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut, sem er eina sérhæfða blóðlækningadeild landsins, dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög ónæmisbældir og því gríðarlega viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft í kjölfar þess að hafa gengist undir stífar lyfjameðferðir. Í hópi þeirra sem vísað er til blóðlækningadeildar er fólk sem hefur nýlega fengið erfiðar fréttir um að það sé haldið sjúkdómum á borð við bráðahvítblæði og þarf strax að hefja stranga lyfjameðferð. Aðrir sjúklingar eru verulega ónæmisbældir vegna síns sjúkdóms eða meðferðar og þurfa að dveljast í varnareinangrun til að verja þá gegn utanaðkomandi sýkingum. Þá kemur á deildina fólk með sýkingu sökum ónæmisbælingar sem oft kallar á sérstaka einangrun, svokallaða smitgát til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra sjúklinga deildarinnar. Á deildinni eru jafnframt framkvæmdar háskammta krabbameinslyfjameðferðir með eigin stofnfrumuígræðslu sem hefur bætt verulega árangur meðferðar ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og krefst varnareinangrunar í töluverðan tíma eftir meðferðina. Af ofan sögðu ætti öllum að vera ljóst að deild sem þessi ætti í nútímanum að búa við þær aðstæður að geta boðið öllum upp á einbýli með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Því miður búum við ekki við það í dag þótt starfsfólk geri sitt besta til að mæta kröfum um fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu við þennan viðkvæma sjúklingahóp. Á blóðlækningadeild eru fjórtán rúm. Þar af eru sex á einbýlum en á tveimur þeirra er engin sturtuaðstaða. Það þýðir að viðkomandi sjúklingar þurfa að fara fram á gang til að komast í sturtu, sem er ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er inni á herbergjunum, sem æskilegt væri vegna sótthreinsunarmála. Þá deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir að allt að fjórir sjúklingar nota þá eitt salerni. Oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu mega sjúklingar ekki deila salerni sem skapar mjög erfiðar og óásættanlegar aðstæður á deildinni. Stefnan á blóðlækningadeild er að tryggja öllum einbýli sem á þurfa að halda. Í þeim hópi eru sannarlega einstaklingar sem nýlega hafa greinst með illvígan sjúkdóma og glíma við það áfall auk þess að standa frammi fyrir strangri meðferð. Þó eru dæmi um að nýgreindir einstaklingar þurfi að deila sjúkrastofu með mjög veiku fólki vegna þess að einbýlum er ekki til að dreifa. Aðrir sjúklingar, sem sumir hverjir eru mikið veikir, liggja langa legu á deildinni. Aðstæður fyrir þá og aðstandendur þeirra eru ekki eins og best verður á kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og þrengsli og plássleysi eru hluti af daglegum veruleika sjúklinga og venslafólks þeirra sem gjarnan vill eiga þess kost að verja sem mestum tíma með hinum sjúku. Í umræðu um stækkun Landspítala er að okkar mati brýnast að gefa gaum að aðstæðum sjúklinga. Stærri Landspítali snýst alls ekki um neitt pjatt heldur fyrst og fremst um meðferð og öryggi sjúklinga. Brýnt er að stækkun spítalans verði að veruleika til þess að mæta þeim kröfum sem nútíminn gerir til þessara þátta. Hversu lengi geta sjúklingarnir okkar beðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga. Á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut, sem er eina sérhæfða blóðlækningadeild landsins, dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög ónæmisbældir og því gríðarlega viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft í kjölfar þess að hafa gengist undir stífar lyfjameðferðir. Í hópi þeirra sem vísað er til blóðlækningadeildar er fólk sem hefur nýlega fengið erfiðar fréttir um að það sé haldið sjúkdómum á borð við bráðahvítblæði og þarf strax að hefja stranga lyfjameðferð. Aðrir sjúklingar eru verulega ónæmisbældir vegna síns sjúkdóms eða meðferðar og þurfa að dveljast í varnareinangrun til að verja þá gegn utanaðkomandi sýkingum. Þá kemur á deildina fólk með sýkingu sökum ónæmisbælingar sem oft kallar á sérstaka einangrun, svokallaða smitgát til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra sjúklinga deildarinnar. Á deildinni eru jafnframt framkvæmdar háskammta krabbameinslyfjameðferðir með eigin stofnfrumuígræðslu sem hefur bætt verulega árangur meðferðar ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og krefst varnareinangrunar í töluverðan tíma eftir meðferðina. Af ofan sögðu ætti öllum að vera ljóst að deild sem þessi ætti í nútímanum að búa við þær aðstæður að geta boðið öllum upp á einbýli með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Því miður búum við ekki við það í dag þótt starfsfólk geri sitt besta til að mæta kröfum um fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu við þennan viðkvæma sjúklingahóp. Á blóðlækningadeild eru fjórtán rúm. Þar af eru sex á einbýlum en á tveimur þeirra er engin sturtuaðstaða. Það þýðir að viðkomandi sjúklingar þurfa að fara fram á gang til að komast í sturtu, sem er ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er inni á herbergjunum, sem æskilegt væri vegna sótthreinsunarmála. Þá deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir að allt að fjórir sjúklingar nota þá eitt salerni. Oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu mega sjúklingar ekki deila salerni sem skapar mjög erfiðar og óásættanlegar aðstæður á deildinni. Stefnan á blóðlækningadeild er að tryggja öllum einbýli sem á þurfa að halda. Í þeim hópi eru sannarlega einstaklingar sem nýlega hafa greinst með illvígan sjúkdóma og glíma við það áfall auk þess að standa frammi fyrir strangri meðferð. Þó eru dæmi um að nýgreindir einstaklingar þurfi að deila sjúkrastofu með mjög veiku fólki vegna þess að einbýlum er ekki til að dreifa. Aðrir sjúklingar, sem sumir hverjir eru mikið veikir, liggja langa legu á deildinni. Aðstæður fyrir þá og aðstandendur þeirra eru ekki eins og best verður á kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og þrengsli og plássleysi eru hluti af daglegum veruleika sjúklinga og venslafólks þeirra sem gjarnan vill eiga þess kost að verja sem mestum tíma með hinum sjúku. Í umræðu um stækkun Landspítala er að okkar mati brýnast að gefa gaum að aðstæðum sjúklinga. Stærri Landspítali snýst alls ekki um neitt pjatt heldur fyrst og fremst um meðferð og öryggi sjúklinga. Brýnt er að stækkun spítalans verði að veruleika til þess að mæta þeim kröfum sem nútíminn gerir til þessara þátta. Hversu lengi geta sjúklingarnir okkar beðið?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun