Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 14:49 „Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið „allt í plati." „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði. Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna," sagði Karl. Fjármálaeftirlitið (FME) hóf rannsókn á innherjasvikum Baldurs haustið 2008. Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því og að niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Tók rannsókn málsins of langan tíma? „Þetta tók alltof langan tíma. Þá á heldur enginn maður að þurfi að þola að fá tilkynningu frá yfirvöldum í landinu að rannsókn á máli hans sé lokið án þess að það sé ástæða til aðgerða og upplifa það svo tveimur mánuðum síðar að það var allt í plati af því að yfirvöldum hentar að gera eitthvað allt annað," sagði Karl, en þar var hann að vísa til þess að 7. maí 2009 tilkynnti FME Baldri að rannsókn á máli hans hefði verið hætt, en síðan fékk hann bréf 19. júní sama ár um að rannsókn væri hafin á nýju á grundvelli nýrra gagna. Sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan óklippt viðtal við Karl Axelsson þar sem hann ræðir við fjölmiðlamenn stuttu eftir að dómurinn var kveðinn upp. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið „allt í plati." „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði. Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna," sagði Karl. Fjármálaeftirlitið (FME) hóf rannsókn á innherjasvikum Baldurs haustið 2008. Nú eru þrjú og hálft ár liðið frá því og að niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Tók rannsókn málsins of langan tíma? „Þetta tók alltof langan tíma. Þá á heldur enginn maður að þurfi að þola að fá tilkynningu frá yfirvöldum í landinu að rannsókn á máli hans sé lokið án þess að það sé ástæða til aðgerða og upplifa það svo tveimur mánuðum síðar að það var allt í plati af því að yfirvöldum hentar að gera eitthvað allt annað," sagði Karl, en þar var hann að vísa til þess að 7. maí 2009 tilkynnti FME Baldri að rannsókn á máli hans hefði verið hætt, en síðan fékk hann bréf 19. júní sama ár um að rannsókn væri hafin á nýju á grundvelli nýrra gagna. Sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan óklippt viðtal við Karl Axelsson þar sem hann ræðir við fjölmiðlamenn stuttu eftir að dómurinn var kveðinn upp. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17 Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50
Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. 17. febrúar 2012 13:17
Þurftu að laga dóminn yfir Baldri Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag. 17. febrúar 2012 08:00