Greiðslukortasvik og varnir gegn þeim Bergsveinn Sampsted skrifar 11. desember 2012 06:00 Kortasvik eru núorðið meðal algengustu glæpa í fjármálakerfum heimsins. Á Íslandi eru slík afbrot þó enn fátíð en full ástæða er til að hafa varann á, sérstaklega varðandi hraðbanka, netviðskipti og símgreiðslur. Hér heima hafa óprúttnir aðilar reynt að komast yfir upplýsingar um greiðslukort korthafa í hraðbönkum. Svikin felast yfirleitt í því að komið er fyrir afritunarbúnaði í hraðbönkunum til að lesa segulrendur kortanna. Jafnframt eru settar upp myndavélar til að ná innslætti pinn-númera. Oftast eru það athugulir hraðbankanotendur sem uppgötva athæfið.Varhugaverð hjálpsemi Erfitt getur reynst að átta sig á því hvort greiðslukortaupplýsingum þínum hefur verið stolið í hraðbanka. Með nokkrum hollráðum er hægt að minnka þá hættu: Gættu þess vandlega að enginn horfi á þig stimpla inn pinn-númerið þitt og þiggðu helst ekki aðstoð frá ókunnugum. Sumir kortasvikarar eiga við kortalesarann þannig að greiðslukortið festist inni í hraðbankanum. Þeir bjóðast svo góðfúslega til að aðstoða þig við að ná út kortinu og telja þér trú um að besta leiðin til að fá kortið til baka sé að slá pinnið inn nokkrum sinnum. Á meðan horfa þeir á. Eftir að þú hefur gefist upp og farið án greiðslukortsins, sækja svikahrapparnir kortið með töng, afrita segulröndina og hlaupa svo með kortið til þín áður en þú nærð að hringja í bankann og tilkynna að kortið sé glatað. Í slíkum tilvikum er best að þiggja alls ekki aðstoð frá ókunnugum, ekki fara frá hraðbankanum fyrr en hringt hefur verið í útgáfubanka kortsins og því lokað. Mikilvægt er að slá einungis inn pinnið ef hraðbankinn óskar þess og aldrei þannig að aðrir sjái til.Losnar búnaðurinn? Sviksamlegur búnaður til að lesa greiðslukortaupplýsingar og myndavélar til að komast yfir pinn-númer hafa verið notaðar hér á landi eins og nýlegur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur sýnir. Stundum er notast við gervilyklaborð sem eru lögð yfir raunverulegu lyklaborðin og eru nauðalík þeim. Þegar korthafinn slær inn pinnið á falska lyklaborðinu ýtir það á raunverulega lyklaborðið og innslátturinn verkar eðlilega. Oft getur reynst erfitt að átta sig á svo útsmognum blekkingum. Nokkur ráð eru til varnar. Áður en þú notar hraðbankann skaltu athuga hvort greiðslukortalesarinn eða lyklaborðið losnar auðveldlega. Ef eitthvað losnar við lítið átak skaltu hafa samband við lögreglu. Til að forðast að myndavélar geti myndað innslátt á pinninu er góð regla að nota lausu höndina til að skýla innslættinum. Ef óprúttnir aðilar komast yfir upplýsingar af greiðslukortinu þínu er tjónið minna ef þeir ná ekki pinninu líka. Erlendis hefur borið á því að gervi-hraðbankar séu settir upp til að nálgast upplýsingar um greiðslukort og pinn-númer. Öruggast er að nota hraðbanka inni í afgreiðslurými banka eða áfasta við útvegg þeirra og þar er eftirlitið skilvirkara. Hverju er verið að stela? Flestöll íslensk greiðslukort hafa örgjörva sem veitir ákveðna vörn gegn sviksamlegri notkun og hann er ekki hægt að afrita. Hins vegar er hægt að afrita segulröndina á greiðslukortum. Upplýsingar af stolnum segulröndum eru svo notaðar í löndum þar sem örgjörvalestur er ekki útbreiddur eða svikið er út af örgjörvalausum kortum. Hvers vegna er þá hægt er að afrita segulröndina á kortinu þínu hér á landi þegar íslenskir hraðbankar lesa örgjörva? Svarið er að þegar hlerunarbúnaður er settur fyrir framan kortalesara í hraðbanka til að afrita segulrönd, hefur það ekkert að gera með hvað hraðbankinn sjálfur les af kortinu. Hlerunarbúnaðurinn getur lesið segulröndina þó að hraðbankinn geri það ekki.Netviðskipti og símgreiðslur Netviðskipti fara ört vaxandi hér á Íslandi. Nokkrir varnaglar: 1.Er verðið á vörunni ótrúlega hagstætt? Grunsamlegt er ef varan er miklu ódýrari en hjá keppinautunum. Ástæða til að grennslast fyrir um seljandann. 2.Er seljandinn með öllu óþekktur? Kannaðu bakgrunn hans. Flettu honum t.d. upp á vefnum og leitaðu að umsögnum annarra kaupenda um reynslu af viðskiptum við hann. 3.Notaðu fyrirframgreitt kort í slík viðskipti ef það hentar þér. 4.Sendu eingöngu upplýsingar um þitt kort með öruggri tengingu. 5.Gefðu þriðja aðila aldrei upplýsingar um pinnið þitt. 6.Forðastu rafræn viðskipti með tölvum sem aðrir hafa aðgang að. 7.Gættu þess að gefa ekki upp kortnúmer eða önnur lykilorð sem tengjast kortinu þínu. Þrjótar senda út tölvupóst sem kallar eftir því að þú þurfir að gefa upp þessar upplýsingar.Pinnið á minnið Korthafar verða æ oftar varir við að verslanir óski eftir staðfestingu með pinni í stað undirskriftar. Með verkefninu „Pinnið á minnið“ er notkun greiðslukorta með örgjörva innleidd á Íslandi. Ávinningurinn er aukið öryggi fyrir bæði korthafa og fyrirtæki sem taka við kortum. Með þessari breytingu mætir íslenskt samfélag jafnframt kröfum alþjóðlegu kortafyrirtækjanna um öryggi í kortaviðskiptum til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka. Greiðslukort eru í eðli sínu mun öruggari greiðslumiðll en peningar en eins og í öllum viðskipum gildir sú gullna regla að fara alltaf að öllu með gát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kortasvik eru núorðið meðal algengustu glæpa í fjármálakerfum heimsins. Á Íslandi eru slík afbrot þó enn fátíð en full ástæða er til að hafa varann á, sérstaklega varðandi hraðbanka, netviðskipti og símgreiðslur. Hér heima hafa óprúttnir aðilar reynt að komast yfir upplýsingar um greiðslukort korthafa í hraðbönkum. Svikin felast yfirleitt í því að komið er fyrir afritunarbúnaði í hraðbönkunum til að lesa segulrendur kortanna. Jafnframt eru settar upp myndavélar til að ná innslætti pinn-númera. Oftast eru það athugulir hraðbankanotendur sem uppgötva athæfið.Varhugaverð hjálpsemi Erfitt getur reynst að átta sig á því hvort greiðslukortaupplýsingum þínum hefur verið stolið í hraðbanka. Með nokkrum hollráðum er hægt að minnka þá hættu: Gættu þess vandlega að enginn horfi á þig stimpla inn pinn-númerið þitt og þiggðu helst ekki aðstoð frá ókunnugum. Sumir kortasvikarar eiga við kortalesarann þannig að greiðslukortið festist inni í hraðbankanum. Þeir bjóðast svo góðfúslega til að aðstoða þig við að ná út kortinu og telja þér trú um að besta leiðin til að fá kortið til baka sé að slá pinnið inn nokkrum sinnum. Á meðan horfa þeir á. Eftir að þú hefur gefist upp og farið án greiðslukortsins, sækja svikahrapparnir kortið með töng, afrita segulröndina og hlaupa svo með kortið til þín áður en þú nærð að hringja í bankann og tilkynna að kortið sé glatað. Í slíkum tilvikum er best að þiggja alls ekki aðstoð frá ókunnugum, ekki fara frá hraðbankanum fyrr en hringt hefur verið í útgáfubanka kortsins og því lokað. Mikilvægt er að slá einungis inn pinnið ef hraðbankinn óskar þess og aldrei þannig að aðrir sjái til.Losnar búnaðurinn? Sviksamlegur búnaður til að lesa greiðslukortaupplýsingar og myndavélar til að komast yfir pinn-númer hafa verið notaðar hér á landi eins og nýlegur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur sýnir. Stundum er notast við gervilyklaborð sem eru lögð yfir raunverulegu lyklaborðin og eru nauðalík þeim. Þegar korthafinn slær inn pinnið á falska lyklaborðinu ýtir það á raunverulega lyklaborðið og innslátturinn verkar eðlilega. Oft getur reynst erfitt að átta sig á svo útsmognum blekkingum. Nokkur ráð eru til varnar. Áður en þú notar hraðbankann skaltu athuga hvort greiðslukortalesarinn eða lyklaborðið losnar auðveldlega. Ef eitthvað losnar við lítið átak skaltu hafa samband við lögreglu. Til að forðast að myndavélar geti myndað innslátt á pinninu er góð regla að nota lausu höndina til að skýla innslættinum. Ef óprúttnir aðilar komast yfir upplýsingar af greiðslukortinu þínu er tjónið minna ef þeir ná ekki pinninu líka. Erlendis hefur borið á því að gervi-hraðbankar séu settir upp til að nálgast upplýsingar um greiðslukort og pinn-númer. Öruggast er að nota hraðbanka inni í afgreiðslurými banka eða áfasta við útvegg þeirra og þar er eftirlitið skilvirkara. Hverju er verið að stela? Flestöll íslensk greiðslukort hafa örgjörva sem veitir ákveðna vörn gegn sviksamlegri notkun og hann er ekki hægt að afrita. Hins vegar er hægt að afrita segulröndina á greiðslukortum. Upplýsingar af stolnum segulröndum eru svo notaðar í löndum þar sem örgjörvalestur er ekki útbreiddur eða svikið er út af örgjörvalausum kortum. Hvers vegna er þá hægt er að afrita segulröndina á kortinu þínu hér á landi þegar íslenskir hraðbankar lesa örgjörva? Svarið er að þegar hlerunarbúnaður er settur fyrir framan kortalesara í hraðbanka til að afrita segulrönd, hefur það ekkert að gera með hvað hraðbankinn sjálfur les af kortinu. Hlerunarbúnaðurinn getur lesið segulröndina þó að hraðbankinn geri það ekki.Netviðskipti og símgreiðslur Netviðskipti fara ört vaxandi hér á Íslandi. Nokkrir varnaglar: 1.Er verðið á vörunni ótrúlega hagstætt? Grunsamlegt er ef varan er miklu ódýrari en hjá keppinautunum. Ástæða til að grennslast fyrir um seljandann. 2.Er seljandinn með öllu óþekktur? Kannaðu bakgrunn hans. Flettu honum t.d. upp á vefnum og leitaðu að umsögnum annarra kaupenda um reynslu af viðskiptum við hann. 3.Notaðu fyrirframgreitt kort í slík viðskipti ef það hentar þér. 4.Sendu eingöngu upplýsingar um þitt kort með öruggri tengingu. 5.Gefðu þriðja aðila aldrei upplýsingar um pinnið þitt. 6.Forðastu rafræn viðskipti með tölvum sem aðrir hafa aðgang að. 7.Gættu þess að gefa ekki upp kortnúmer eða önnur lykilorð sem tengjast kortinu þínu. Þrjótar senda út tölvupóst sem kallar eftir því að þú þurfir að gefa upp þessar upplýsingar.Pinnið á minnið Korthafar verða æ oftar varir við að verslanir óski eftir staðfestingu með pinni í stað undirskriftar. Með verkefninu „Pinnið á minnið“ er notkun greiðslukorta með örgjörva innleidd á Íslandi. Ávinningurinn er aukið öryggi fyrir bæði korthafa og fyrirtæki sem taka við kortum. Með þessari breytingu mætir íslenskt samfélag jafnframt kröfum alþjóðlegu kortafyrirtækjanna um öryggi í kortaviðskiptum til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka. Greiðslukort eru í eðli sínu mun öruggari greiðslumiðll en peningar en eins og í öllum viðskipum gildir sú gullna regla að fara alltaf að öllu með gát.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun