Enn hoggið í sama knérunn Jórunn Tómasdóttir skrifar 11. desember 2012 06:00 Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneyti telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Skólastjórnendur FS telja sig hafa sýnt fram á að framlag ríkisins á ársnemanda sé hærra í öllum samanburðarskólunum. Þá greinir einnig á við ráðuneytið um að ástæðan fyrir lítilli hækkun á ársframlagi á hvern nemanda liggi í minnkandi þörf fyrir þjónustu á starfsbrautum eða fækkun á nemendum í hægferðum eða á almennri braut, þvert á móti. Það er með öllu óásættanlegt að fá ekki skýr svör við ábendingum skólans sem kynntar voru ráðuneytinu í byrjun mars sl. Endurskoða verði allar áætlanir skólans í ljósi stórfellds niðurskurðar, á sama tíma og skólanum er ætlað að taka virkan þátt í mótvægisaðgerðum vegna ástandsins hér á Suðurnesjum, sem krefst enn frekari útgjalda.Hið félagslega hlutverk Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins. Hann hýsir nú um 1100 nemendur á aldrinum 16 – 20 ára. Eins og fyrr greinir er allt útlit fyrir að synja þurfi fjölmörgum nemendum um skólavist á vorönn og jafnvel líka á haustönn 2013 vegna þess að fé skortir til þess að reka skólann. Á Suðurnesjum er gífurlegt atvinnuleysi sem hefur margháttaðar alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þann sem missir vinnuna, fjölskyldu hans og allt hans nánasta umhverfi. Fyrir stuttu kom út skýrsla þar sem segir að heimilisofbeldi sé mest á Suðurnesjum. Langvarandi atvinnuleysi leiðir til fátæktar, vanlíðunar, heilsubrests og félagslegrar einangrunar, aðstæður sem gjarna geta af sér ofbeldi. Margir nemendur FS eiga um sárt að binda vegna atvinnuleysis heima fyrir. Margir nemendur eru í FS vegna eigin atvinnuleysis. Skólinn hefur orðið þessum nemendum n.k. félagslegt úrræði, skjól á erfiðum tímum. FS hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum ríkisvaldsins og úrræðum gegn atvinnuleysi og tekið inn nemendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í staðinn fyrir að sjá engan tilgang með því að fara á fætur á morgnana annan en að mæla götur eða að vera í tölvuleikjum daginn út og inn fara þeir í skólann og eru þar í ákveðinni rútínu og félagslegu samneyti við annað fólk. Skiptir þetta félagslega hlutverk skólans engu máli í því mannfjandsamlega ástandi sem ríkir í samfélaginu? Getur ríkisvaldið bara horft kalt á þreyttar einingar og veitt fé til skólans samkvæmt einhverju reiknilíkani sem margir telja að sé meingallað? Hvers virði er líf og framtíð ungmennanna sem ekki munu fá skólavist í FS á næstu önnum, vegna fjárskorts, og ekki munu komast í nokkra vinnu heldur, vegna atvinnuskorts? Hefur ríkisvaldið eitthvert reiknilíkan til að reikna það út?Manngildið að leiðarljósi Skýring stjórnvalda er sú að ekki sé til fé. Hver hugsandi maður veit að hér varð hrun. Hver hugsandi maður veit líka að það er nauðsynlegt að forgangsraða í fjármálum. Er það rétt forgangsröðun að hlúa ekki að æsku þessa lands, einkum og sér í lagi nú þegar illa árar? Er meira um vert að grafa göng gegnum fjöll fyrir nokkrar blikkbeljur? Höfum við efni á því sem þjóð, jafnt fjárhagslega sem siðferðilega, að synja fjölmörgum nemendum um skólavist á næstu önnum eins og sakir standa? Niðurskurður fjármagns til Fjölbrautaskóla Suðurnesja grefur enn frekar undan þeim sem verst eru staddir á þessu svæði. Er ekki kominn tími til að hafa manngildið að leiðarljósi? Allir starfsmenn FS hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum, taka á sig aukið vinnuálag til að kljást við þá örðugleika sem við stöndum öll frammi fyrir í kjölfar hrunsins. Og það fyrir mjög kjaraskert laun. Ég býst við að kennarar séu ein hámenntaðasta láglaunastétt landsins. Því má gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það leggi líka lóð á vogarskálarnar og veiti skólanum a.m.k. nægilegt fé til að hann fái sinnt sómasamlega þeim nemendum sem sækja um skólavist. Að ríkisvaldið sjái til þess að starfsumhverfið verði bærilegt bæði fyrir nemendur og annað starfsfólk. Nú er lag fyrir þingmennina okkar að þeir taki málið upp, skoði það ofan í kjölinn og berjist fyrir áframhaldandi öflugri starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þeir verða að horfast í augu við þá staðreynd að skólinn er ekki bara mennta- og uppeldisstofnun heldur hefur hann líka hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði á krepputímum. Þar fá þeir verðugt verkefni til að kljást við og sýna okkur hvað í þeim býr. Ef til vill þyrfti líka að endurskoða dreifingu fjár til menntastofnana á Suðurnesjum í ljósi heildstæðrar menntastefnu stjórnvalda. Ef hún er þá til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneyti telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Skólastjórnendur FS telja sig hafa sýnt fram á að framlag ríkisins á ársnemanda sé hærra í öllum samanburðarskólunum. Þá greinir einnig á við ráðuneytið um að ástæðan fyrir lítilli hækkun á ársframlagi á hvern nemanda liggi í minnkandi þörf fyrir þjónustu á starfsbrautum eða fækkun á nemendum í hægferðum eða á almennri braut, þvert á móti. Það er með öllu óásættanlegt að fá ekki skýr svör við ábendingum skólans sem kynntar voru ráðuneytinu í byrjun mars sl. Endurskoða verði allar áætlanir skólans í ljósi stórfellds niðurskurðar, á sama tíma og skólanum er ætlað að taka virkan þátt í mótvægisaðgerðum vegna ástandsins hér á Suðurnesjum, sem krefst enn frekari útgjalda.Hið félagslega hlutverk Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins. Hann hýsir nú um 1100 nemendur á aldrinum 16 – 20 ára. Eins og fyrr greinir er allt útlit fyrir að synja þurfi fjölmörgum nemendum um skólavist á vorönn og jafnvel líka á haustönn 2013 vegna þess að fé skortir til þess að reka skólann. Á Suðurnesjum er gífurlegt atvinnuleysi sem hefur margháttaðar alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þann sem missir vinnuna, fjölskyldu hans og allt hans nánasta umhverfi. Fyrir stuttu kom út skýrsla þar sem segir að heimilisofbeldi sé mest á Suðurnesjum. Langvarandi atvinnuleysi leiðir til fátæktar, vanlíðunar, heilsubrests og félagslegrar einangrunar, aðstæður sem gjarna geta af sér ofbeldi. Margir nemendur FS eiga um sárt að binda vegna atvinnuleysis heima fyrir. Margir nemendur eru í FS vegna eigin atvinnuleysis. Skólinn hefur orðið þessum nemendum n.k. félagslegt úrræði, skjól á erfiðum tímum. FS hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum ríkisvaldsins og úrræðum gegn atvinnuleysi og tekið inn nemendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í staðinn fyrir að sjá engan tilgang með því að fara á fætur á morgnana annan en að mæla götur eða að vera í tölvuleikjum daginn út og inn fara þeir í skólann og eru þar í ákveðinni rútínu og félagslegu samneyti við annað fólk. Skiptir þetta félagslega hlutverk skólans engu máli í því mannfjandsamlega ástandi sem ríkir í samfélaginu? Getur ríkisvaldið bara horft kalt á þreyttar einingar og veitt fé til skólans samkvæmt einhverju reiknilíkani sem margir telja að sé meingallað? Hvers virði er líf og framtíð ungmennanna sem ekki munu fá skólavist í FS á næstu önnum, vegna fjárskorts, og ekki munu komast í nokkra vinnu heldur, vegna atvinnuskorts? Hefur ríkisvaldið eitthvert reiknilíkan til að reikna það út?Manngildið að leiðarljósi Skýring stjórnvalda er sú að ekki sé til fé. Hver hugsandi maður veit að hér varð hrun. Hver hugsandi maður veit líka að það er nauðsynlegt að forgangsraða í fjármálum. Er það rétt forgangsröðun að hlúa ekki að æsku þessa lands, einkum og sér í lagi nú þegar illa árar? Er meira um vert að grafa göng gegnum fjöll fyrir nokkrar blikkbeljur? Höfum við efni á því sem þjóð, jafnt fjárhagslega sem siðferðilega, að synja fjölmörgum nemendum um skólavist á næstu önnum eins og sakir standa? Niðurskurður fjármagns til Fjölbrautaskóla Suðurnesja grefur enn frekar undan þeim sem verst eru staddir á þessu svæði. Er ekki kominn tími til að hafa manngildið að leiðarljósi? Allir starfsmenn FS hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum, taka á sig aukið vinnuálag til að kljást við þá örðugleika sem við stöndum öll frammi fyrir í kjölfar hrunsins. Og það fyrir mjög kjaraskert laun. Ég býst við að kennarar séu ein hámenntaðasta láglaunastétt landsins. Því má gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það leggi líka lóð á vogarskálarnar og veiti skólanum a.m.k. nægilegt fé til að hann fái sinnt sómasamlega þeim nemendum sem sækja um skólavist. Að ríkisvaldið sjái til þess að starfsumhverfið verði bærilegt bæði fyrir nemendur og annað starfsfólk. Nú er lag fyrir þingmennina okkar að þeir taki málið upp, skoði það ofan í kjölinn og berjist fyrir áframhaldandi öflugri starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þeir verða að horfast í augu við þá staðreynd að skólinn er ekki bara mennta- og uppeldisstofnun heldur hefur hann líka hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði á krepputímum. Þar fá þeir verðugt verkefni til að kljást við og sýna okkur hvað í þeim býr. Ef til vill þyrfti líka að endurskoða dreifingu fjár til menntastofnana á Suðurnesjum í ljósi heildstæðrar menntastefnu stjórnvalda. Ef hún er þá til.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun