Enn hoggið í sama knérunn Jórunn Tómasdóttir skrifar 11. desember 2012 06:00 Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneyti telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Skólastjórnendur FS telja sig hafa sýnt fram á að framlag ríkisins á ársnemanda sé hærra í öllum samanburðarskólunum. Þá greinir einnig á við ráðuneytið um að ástæðan fyrir lítilli hækkun á ársframlagi á hvern nemanda liggi í minnkandi þörf fyrir þjónustu á starfsbrautum eða fækkun á nemendum í hægferðum eða á almennri braut, þvert á móti. Það er með öllu óásættanlegt að fá ekki skýr svör við ábendingum skólans sem kynntar voru ráðuneytinu í byrjun mars sl. Endurskoða verði allar áætlanir skólans í ljósi stórfellds niðurskurðar, á sama tíma og skólanum er ætlað að taka virkan þátt í mótvægisaðgerðum vegna ástandsins hér á Suðurnesjum, sem krefst enn frekari útgjalda.Hið félagslega hlutverk Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins. Hann hýsir nú um 1100 nemendur á aldrinum 16 – 20 ára. Eins og fyrr greinir er allt útlit fyrir að synja þurfi fjölmörgum nemendum um skólavist á vorönn og jafnvel líka á haustönn 2013 vegna þess að fé skortir til þess að reka skólann. Á Suðurnesjum er gífurlegt atvinnuleysi sem hefur margháttaðar alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þann sem missir vinnuna, fjölskyldu hans og allt hans nánasta umhverfi. Fyrir stuttu kom út skýrsla þar sem segir að heimilisofbeldi sé mest á Suðurnesjum. Langvarandi atvinnuleysi leiðir til fátæktar, vanlíðunar, heilsubrests og félagslegrar einangrunar, aðstæður sem gjarna geta af sér ofbeldi. Margir nemendur FS eiga um sárt að binda vegna atvinnuleysis heima fyrir. Margir nemendur eru í FS vegna eigin atvinnuleysis. Skólinn hefur orðið þessum nemendum n.k. félagslegt úrræði, skjól á erfiðum tímum. FS hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum ríkisvaldsins og úrræðum gegn atvinnuleysi og tekið inn nemendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í staðinn fyrir að sjá engan tilgang með því að fara á fætur á morgnana annan en að mæla götur eða að vera í tölvuleikjum daginn út og inn fara þeir í skólann og eru þar í ákveðinni rútínu og félagslegu samneyti við annað fólk. Skiptir þetta félagslega hlutverk skólans engu máli í því mannfjandsamlega ástandi sem ríkir í samfélaginu? Getur ríkisvaldið bara horft kalt á þreyttar einingar og veitt fé til skólans samkvæmt einhverju reiknilíkani sem margir telja að sé meingallað? Hvers virði er líf og framtíð ungmennanna sem ekki munu fá skólavist í FS á næstu önnum, vegna fjárskorts, og ekki munu komast í nokkra vinnu heldur, vegna atvinnuskorts? Hefur ríkisvaldið eitthvert reiknilíkan til að reikna það út?Manngildið að leiðarljósi Skýring stjórnvalda er sú að ekki sé til fé. Hver hugsandi maður veit að hér varð hrun. Hver hugsandi maður veit líka að það er nauðsynlegt að forgangsraða í fjármálum. Er það rétt forgangsröðun að hlúa ekki að æsku þessa lands, einkum og sér í lagi nú þegar illa árar? Er meira um vert að grafa göng gegnum fjöll fyrir nokkrar blikkbeljur? Höfum við efni á því sem þjóð, jafnt fjárhagslega sem siðferðilega, að synja fjölmörgum nemendum um skólavist á næstu önnum eins og sakir standa? Niðurskurður fjármagns til Fjölbrautaskóla Suðurnesja grefur enn frekar undan þeim sem verst eru staddir á þessu svæði. Er ekki kominn tími til að hafa manngildið að leiðarljósi? Allir starfsmenn FS hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum, taka á sig aukið vinnuálag til að kljást við þá örðugleika sem við stöndum öll frammi fyrir í kjölfar hrunsins. Og það fyrir mjög kjaraskert laun. Ég býst við að kennarar séu ein hámenntaðasta láglaunastétt landsins. Því má gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það leggi líka lóð á vogarskálarnar og veiti skólanum a.m.k. nægilegt fé til að hann fái sinnt sómasamlega þeim nemendum sem sækja um skólavist. Að ríkisvaldið sjái til þess að starfsumhverfið verði bærilegt bæði fyrir nemendur og annað starfsfólk. Nú er lag fyrir þingmennina okkar að þeir taki málið upp, skoði það ofan í kjölinn og berjist fyrir áframhaldandi öflugri starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þeir verða að horfast í augu við þá staðreynd að skólinn er ekki bara mennta- og uppeldisstofnun heldur hefur hann líka hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði á krepputímum. Þar fá þeir verðugt verkefni til að kljást við og sýna okkur hvað í þeim býr. Ef til vill þyrfti líka að endurskoða dreifingu fjár til menntastofnana á Suðurnesjum í ljósi heildstæðrar menntastefnu stjórnvalda. Ef hún er þá til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneyti telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Skólastjórnendur FS telja sig hafa sýnt fram á að framlag ríkisins á ársnemanda sé hærra í öllum samanburðarskólunum. Þá greinir einnig á við ráðuneytið um að ástæðan fyrir lítilli hækkun á ársframlagi á hvern nemanda liggi í minnkandi þörf fyrir þjónustu á starfsbrautum eða fækkun á nemendum í hægferðum eða á almennri braut, þvert á móti. Það er með öllu óásættanlegt að fá ekki skýr svör við ábendingum skólans sem kynntar voru ráðuneytinu í byrjun mars sl. Endurskoða verði allar áætlanir skólans í ljósi stórfellds niðurskurðar, á sama tíma og skólanum er ætlað að taka virkan þátt í mótvægisaðgerðum vegna ástandsins hér á Suðurnesjum, sem krefst enn frekari útgjalda.Hið félagslega hlutverk Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins. Hann hýsir nú um 1100 nemendur á aldrinum 16 – 20 ára. Eins og fyrr greinir er allt útlit fyrir að synja þurfi fjölmörgum nemendum um skólavist á vorönn og jafnvel líka á haustönn 2013 vegna þess að fé skortir til þess að reka skólann. Á Suðurnesjum er gífurlegt atvinnuleysi sem hefur margháttaðar alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þann sem missir vinnuna, fjölskyldu hans og allt hans nánasta umhverfi. Fyrir stuttu kom út skýrsla þar sem segir að heimilisofbeldi sé mest á Suðurnesjum. Langvarandi atvinnuleysi leiðir til fátæktar, vanlíðunar, heilsubrests og félagslegrar einangrunar, aðstæður sem gjarna geta af sér ofbeldi. Margir nemendur FS eiga um sárt að binda vegna atvinnuleysis heima fyrir. Margir nemendur eru í FS vegna eigin atvinnuleysis. Skólinn hefur orðið þessum nemendum n.k. félagslegt úrræði, skjól á erfiðum tímum. FS hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum ríkisvaldsins og úrræðum gegn atvinnuleysi og tekið inn nemendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í staðinn fyrir að sjá engan tilgang með því að fara á fætur á morgnana annan en að mæla götur eða að vera í tölvuleikjum daginn út og inn fara þeir í skólann og eru þar í ákveðinni rútínu og félagslegu samneyti við annað fólk. Skiptir þetta félagslega hlutverk skólans engu máli í því mannfjandsamlega ástandi sem ríkir í samfélaginu? Getur ríkisvaldið bara horft kalt á þreyttar einingar og veitt fé til skólans samkvæmt einhverju reiknilíkani sem margir telja að sé meingallað? Hvers virði er líf og framtíð ungmennanna sem ekki munu fá skólavist í FS á næstu önnum, vegna fjárskorts, og ekki munu komast í nokkra vinnu heldur, vegna atvinnuskorts? Hefur ríkisvaldið eitthvert reiknilíkan til að reikna það út?Manngildið að leiðarljósi Skýring stjórnvalda er sú að ekki sé til fé. Hver hugsandi maður veit að hér varð hrun. Hver hugsandi maður veit líka að það er nauðsynlegt að forgangsraða í fjármálum. Er það rétt forgangsröðun að hlúa ekki að æsku þessa lands, einkum og sér í lagi nú þegar illa árar? Er meira um vert að grafa göng gegnum fjöll fyrir nokkrar blikkbeljur? Höfum við efni á því sem þjóð, jafnt fjárhagslega sem siðferðilega, að synja fjölmörgum nemendum um skólavist á næstu önnum eins og sakir standa? Niðurskurður fjármagns til Fjölbrautaskóla Suðurnesja grefur enn frekar undan þeim sem verst eru staddir á þessu svæði. Er ekki kominn tími til að hafa manngildið að leiðarljósi? Allir starfsmenn FS hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum, taka á sig aukið vinnuálag til að kljást við þá örðugleika sem við stöndum öll frammi fyrir í kjölfar hrunsins. Og það fyrir mjög kjaraskert laun. Ég býst við að kennarar séu ein hámenntaðasta láglaunastétt landsins. Því má gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það leggi líka lóð á vogarskálarnar og veiti skólanum a.m.k. nægilegt fé til að hann fái sinnt sómasamlega þeim nemendum sem sækja um skólavist. Að ríkisvaldið sjái til þess að starfsumhverfið verði bærilegt bæði fyrir nemendur og annað starfsfólk. Nú er lag fyrir þingmennina okkar að þeir taki málið upp, skoði það ofan í kjölinn og berjist fyrir áframhaldandi öflugri starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þeir verða að horfast í augu við þá staðreynd að skólinn er ekki bara mennta- og uppeldisstofnun heldur hefur hann líka hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði á krepputímum. Þar fá þeir verðugt verkefni til að kljást við og sýna okkur hvað í þeim býr. Ef til vill þyrfti líka að endurskoða dreifingu fjár til menntastofnana á Suðurnesjum í ljósi heildstæðrar menntastefnu stjórnvalda. Ef hún er þá til.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun