Handbolti

Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í þýsku b-deildinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ernir Hrafn Arnarson.
Ernir Hrafn Arnarson. Mynd/Stefán
Fjögur af fimm Íslendingaliðum sem stóðu í eldlínunni í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld náðu að landa sigri í sínum leikjum en Bergischer HC tapaði óvænt fyrir EHV Aue í eina Íslendingaslag dagsins.

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í EHV Aue unnu 36-35 heimasigur á Bergischer HC í Íslendingaslag. Sveinbjörn Pétursson var í marki Aue og Arnór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem janfframt var lokamark leiksins.

Strákarnir hans Aðalsteins Eyjólfssonar í ThSV Eisenach unnu öruggan tíu marka heimasigur á TuS Ferndorf 35-25 en Eisenach-liðið er í 7. sæti deildarinnar.

Ernir Hrafn Arnarson skoraði þrjú mörk og Ólafur Bjarki Ragnarsson var með tvö mörk þegar TV Emsdetten vann 27-23 heimasigur á ASV Hamm-Westfalen. Emsdetten er með tveggja stiga forskot á Bergischer HC á toppi deildarinnar.

Árni Sigtryggsson skoraði eitt mark þegar TSG Ludwigshafen-Friesenheim vann 32-28 heimasigur á HG Saarlouis. TSG Ludwigshafen-Friesenheim er í 6. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×