Handbolti

Öruggur sigur hjá Kiel

Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson tvö er Kiel valtaði yfir Sverre Jakobsson og félaga í Grosswallstadt í kvöld.

Lokatölur 34-23 fyrir Kiel en staðan í hálfleik en staðan í hálfleik var 21-13 fyrir Þýskalandsmeistarana.

Kiel er sem fyrr stigi á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen sem var næstum búið að misstíga sig í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×