Leik lokið: Akureyri - Fram 25-18 Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 22. nóvember 2012 14:03 Akureyringar lönduðu langþráðum heimasigri í kvöld þegar þeir fengu leikmenn Fram í heimsókn. Heimamenn stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda en áttu samt sem áður í erfiðleikum með að hrista gestina af sér þangað til undir lok leiksins. Fyrri hálfleikurinn var í meira lagi nokkuð sérstakur. Í upphafi leiks voru það heimamenn sem virkuðu mun grimmari á meðan gestirnir voru ítrekað að gerast sekir um klaufaleg sóknarmistök. Þegar um átján mínútur voru liðnar af leiknum var Guðmundur H. Helgason búinn að skora þrjú mörk í röð og koma heimamönnum fjórum mörkum yfir. Þá tók við góður kafli hjá leikmönnum Fram sem unnu sig aftur inn í leikinn og jöfnuðu í stöðunni 11-11 þegar um 26 mínútur voru liðnar. Leikurinn hélst nokkuð jafn á eftir það og þegar liðin gengu inn til búningsherbergja var staðan 13-12 heimamönnum í vil. Bergvin Þór Gíslason var markahæstur heimamanna í hálfleik með sex mörk á meðan Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með fjögur. Það var aðeins eitt lið á vellinum í upphafi síðari hálfleiks og það voru heimamenn. Gestirnir virtust hálf hauslausir og voru heilar átta mínútur að ná að skora sitt fyrsta mark. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og það heyrðist vel um allt hús að hann var allt annað en ánægður með sína menn. Samt sem áður náðu þeir að hanga í Akureyringum þangað til um fimm mínútur voru eftir af leiknum en þá tók við algjör uppgjöf og heimamenn kláruðu leikinn örugglega. Bergvin Þór: Leiðinlegt að bíða eftir boltanum „Ég er hrikalega ánægður og það er virkilega sterkt að klára þetta hér á heimavelli,“ sagði Bergvin Þór Gíslason, maður leiksins hjá Akureyri, eftir leikinn. „Við erum búnir að vera lélegir á heimavelli undanfarið þannig að það er gott að geta sýnt fólkinu okkar hvað við getum.“ Bergvin sjálfur var þó allt annað en lélegur á heimavelli í kvöld enda markahæstur og maður leiksins. „Já, ég er bara mjög ánægður. Það er náttúrulega bara liðsheildin sem skilaði þessu. Við vorum allir góðir í dag sama hvort að það var vörn, sókn eða markvarsla.“ Bergvin spilaði sem hornamaður upp yngri flokka en fer nú hamförum fyrir utan, var hann þá bara misskilinn hornamaður öll þessi ár? „Ég tók vaxtakipp svo seint að ég spilaði alla yngri flokka í horni þangað til að ég hækkaði í loftinu og færði mig út í skyttuna. Það er fínt að vera í boltanum, leiðinlegt að vera niður í horninu og bíða eftir boltanum. Betra að geta gert þetta bara sjálfur.“ Einar Jónsson: Allt of sjaldan sem við gefum allt í þetta „Maður er sár og svektur,“ sagði Einar Jónsson eftir leik kvöldsins. „Við vorum bara ógeðslega lélegir, baráttulausir, andlausir og þetta var bara rosalega dapurt.“ „Við erum inni í leiknum þangað til að það voru um tíu mínútur eftir þannig séð. Við gátum reynt að fá eitthvað út úr þessu en síðustu fimm til átta mínúturnar voru bara fáránlegar og óafsakanlegar. Þetta er auðvitað óþolandi að menn ljúki ekki leiknum allavega að berjast. Munurinn á Fram og Akureyri er það að þeir eru með um 20 leikmenn sem allir eru tilbúnir að leggja líf, sál og limi í þetta á meðan það er bara allt of sjaldan sem við gefum allt í þetta.“ Akureyringar virtust eiga erfitt með að klára leikinn þangað til að leikmenn Fram gerðu það nánast fyrir þá. „Já, Akureyri var ekkert að spila frábærlega en við bara köstum boltanum endalaust frá okkur. Það þarf örugglega tölfræðisérfræðing til að ná að taka þann fjölda saman. Við vorum bara andlausir.“ Er óhætt að halda því fram að þetta sé algjör spegilmynd frá síðasta leik? „Já, þetta er bara tvennt ólíkt. Ég var rosalega ánægður með síðasta leik þrátt fyrir að hafa ekki fengið neitt út úr honum. Ég var ánægður með frammistöðuna og karakterinn sem menn sýndu en svo komum við hér í dag og sýnum bara allt annað. Þetta er rosalega rokkandi hjá okkur upp og niður.“ Bjarni Fritzson: Virkilega ánægður „Ég var virkilega ánægður með þetta,“ sagði Bjarni Fritzson eftir leik. „Æðislegt að ná að klára þetta. Þeir gáfust upp þarna undir lokin en voru að koma til baka allann leikinn. Við vorum eiginlega með leikinn en þeir gáfu okkur aldrei séns á að klára sig fyrr en þegar svona um fimm mínútur voru eftir.“ Við vorum þettir í vörn og að vinna vel saman. Liðsheildin er áberandi í sóknarleik okkar. Beggi er að klára færi sem er verið að opna fyrir hann, Geir góður og Guðmundur aftur góður eing og í síðasta leik. Í raun og veru erum við bara að spila vel sem heild og að taka réttar ákvarðanir.“ Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Akureyringar lönduðu langþráðum heimasigri í kvöld þegar þeir fengu leikmenn Fram í heimsókn. Heimamenn stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda en áttu samt sem áður í erfiðleikum með að hrista gestina af sér þangað til undir lok leiksins. Fyrri hálfleikurinn var í meira lagi nokkuð sérstakur. Í upphafi leiks voru það heimamenn sem virkuðu mun grimmari á meðan gestirnir voru ítrekað að gerast sekir um klaufaleg sóknarmistök. Þegar um átján mínútur voru liðnar af leiknum var Guðmundur H. Helgason búinn að skora þrjú mörk í röð og koma heimamönnum fjórum mörkum yfir. Þá tók við góður kafli hjá leikmönnum Fram sem unnu sig aftur inn í leikinn og jöfnuðu í stöðunni 11-11 þegar um 26 mínútur voru liðnar. Leikurinn hélst nokkuð jafn á eftir það og þegar liðin gengu inn til búningsherbergja var staðan 13-12 heimamönnum í vil. Bergvin Þór Gíslason var markahæstur heimamanna í hálfleik með sex mörk á meðan Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með fjögur. Það var aðeins eitt lið á vellinum í upphafi síðari hálfleiks og það voru heimamenn. Gestirnir virtust hálf hauslausir og voru heilar átta mínútur að ná að skora sitt fyrsta mark. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og það heyrðist vel um allt hús að hann var allt annað en ánægður með sína menn. Samt sem áður náðu þeir að hanga í Akureyringum þangað til um fimm mínútur voru eftir af leiknum en þá tók við algjör uppgjöf og heimamenn kláruðu leikinn örugglega. Bergvin Þór: Leiðinlegt að bíða eftir boltanum „Ég er hrikalega ánægður og það er virkilega sterkt að klára þetta hér á heimavelli,“ sagði Bergvin Þór Gíslason, maður leiksins hjá Akureyri, eftir leikinn. „Við erum búnir að vera lélegir á heimavelli undanfarið þannig að það er gott að geta sýnt fólkinu okkar hvað við getum.“ Bergvin sjálfur var þó allt annað en lélegur á heimavelli í kvöld enda markahæstur og maður leiksins. „Já, ég er bara mjög ánægður. Það er náttúrulega bara liðsheildin sem skilaði þessu. Við vorum allir góðir í dag sama hvort að það var vörn, sókn eða markvarsla.“ Bergvin spilaði sem hornamaður upp yngri flokka en fer nú hamförum fyrir utan, var hann þá bara misskilinn hornamaður öll þessi ár? „Ég tók vaxtakipp svo seint að ég spilaði alla yngri flokka í horni þangað til að ég hækkaði í loftinu og færði mig út í skyttuna. Það er fínt að vera í boltanum, leiðinlegt að vera niður í horninu og bíða eftir boltanum. Betra að geta gert þetta bara sjálfur.“ Einar Jónsson: Allt of sjaldan sem við gefum allt í þetta „Maður er sár og svektur,“ sagði Einar Jónsson eftir leik kvöldsins. „Við vorum bara ógeðslega lélegir, baráttulausir, andlausir og þetta var bara rosalega dapurt.“ „Við erum inni í leiknum þangað til að það voru um tíu mínútur eftir þannig séð. Við gátum reynt að fá eitthvað út úr þessu en síðustu fimm til átta mínúturnar voru bara fáránlegar og óafsakanlegar. Þetta er auðvitað óþolandi að menn ljúki ekki leiknum allavega að berjast. Munurinn á Fram og Akureyri er það að þeir eru með um 20 leikmenn sem allir eru tilbúnir að leggja líf, sál og limi í þetta á meðan það er bara allt of sjaldan sem við gefum allt í þetta.“ Akureyringar virtust eiga erfitt með að klára leikinn þangað til að leikmenn Fram gerðu það nánast fyrir þá. „Já, Akureyri var ekkert að spila frábærlega en við bara köstum boltanum endalaust frá okkur. Það þarf örugglega tölfræðisérfræðing til að ná að taka þann fjölda saman. Við vorum bara andlausir.“ Er óhætt að halda því fram að þetta sé algjör spegilmynd frá síðasta leik? „Já, þetta er bara tvennt ólíkt. Ég var rosalega ánægður með síðasta leik þrátt fyrir að hafa ekki fengið neitt út úr honum. Ég var ánægður með frammistöðuna og karakterinn sem menn sýndu en svo komum við hér í dag og sýnum bara allt annað. Þetta er rosalega rokkandi hjá okkur upp og niður.“ Bjarni Fritzson: Virkilega ánægður „Ég var virkilega ánægður með þetta,“ sagði Bjarni Fritzson eftir leik. „Æðislegt að ná að klára þetta. Þeir gáfust upp þarna undir lokin en voru að koma til baka allann leikinn. Við vorum eiginlega með leikinn en þeir gáfu okkur aldrei séns á að klára sig fyrr en þegar svona um fimm mínútur voru eftir.“ Við vorum þettir í vörn og að vinna vel saman. Liðsheildin er áberandi í sóknarleik okkar. Beggi er að klára færi sem er verið að opna fyrir hann, Geir góður og Guðmundur aftur góður eing og í síðasta leik. Í raun og veru erum við bara að spila vel sem heild og að taka réttar ákvarðanir.“
Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti