Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-23 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Krikanum skrifar 22. nóvember 2012 14:10 FH vann þriggja marka sigur á Val 26-23 í sveiflukenndum leik í Kaplakrika í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Valur náði fimm marka forystu í seinni hálfleik en frábær vörn FH skilaði að lokum góðum þriggja marka sigri. FH hóf leikinn betur en Valur komst yfir fyrir hálfleik 10-9. Patrekur Jóhannesson tók leikhlé í stöðunni 8-5 fyrir FH eftir stundarfjórðung og í kjölfarið lokaði Valur vörninni og Hlynur Morthens datt í gang í markinu. Sigfús Sigurðsson kom inn á og tók mikið til sín í sókninni sem opnaði fyrir samherja hans sem gengu á lagið. Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk. Hlynur var frábær í markinu og Valur raðaði inn mörkum úr hraðaupphlaupum og náði liðið fimm marka forystu 15-10. Þá tóku FH-ingar við sér. Leikmenn liðsins skiluðu sér betur til baka í vörn og Valur fékk því ekki mörkin úr hraðaupphlaupum. Vörn FH var mjög sterk og Daníel góður í markinu. Jafnt og þétt minnkuðu heimamenn munninn og náðu að jafna 17-17 þegar enn voru 13 mínútur til leiksloka. FH komst þremur mörkum yfir 22-19 þegar fimm mínútur voru eftir en Valsmenn gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk í röð. Þá tók Logi Gerisson til sinna ráða. Hann kom FH í 24-22 og 25-22 eftir að hann stal boltanum og aðeins mínúta eftir og úrslitin ráðin. Markverðir liðanna voru mjög sterkir í leiknum og Ragnar Jóhannsson, Ásbjörn Friðriksson og Logi Geirsson stigu upp fyrir FH í seinni hálfleik á sama tíma og Valsmenn réðu ekki við spennuna í leiknum. Atli Már Báruson átti þó mjög góðar innkomur í lið Vals en Valur þarf meira frá Finn Inga Stefánssyni og Valdimar Fannari Þórssyni í jöfnum leikjum sem þessum. FH lyfti sér upp í níu stig með sigrinum og skildi Val eftir með sex stig í næst neðsta sæti N1 deildarinnar. Einar: Vörnin frábær allan leikinn„Ég er mjög ánægður með strákana. Við sýndum mjög mikinn karakter í kvöld. Við lendum fimm mörkum undir og höfum verið í brekku að undanförnu og því hefði verið mjög auðvelt að gefast upp en strákarnir voru gríðarlega einbeittir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Þetta var týpískt fyrir okkar leik í vetur. Við erum kaflaskiptir. Við eigum frábæra kafla og erum afleitir inn á milli. Við héldum alltaf í trúna og héldum alltaf áfram. „Við klúðrum þremur dauðafærum í upphafi seinni hálfleiks og þeir refsa okkur. Við vorum að gera ágætis hluti allan leikinn. „Varnarleikurinn okkar var frábær allan tímann. Þeir skora níu mörk í fyrri hálfleik og þar af voru sex úr hraðaupphlaupum. Bæði 5-1 og 6-0 vörnin voru mjög góðar og Daníel frábær í markinu. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í vandræðum með framliggjandi vörn og það er okkar að finna lausn á því. Einar Andri vildi sérstaklega hrósa ungu dómarapari leiksins. Rétt liðlega tvítugir strákar, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. „Þeir voru að dæma fyrsta leikinn sinn í deildinni og gerðu það af stakri prýði fyrir svona unga stráka. Þeir eiga heiður skilið fyrir sína frammistöðu.“ FH lék í fyrsta sinn án Ólafs Gústafssonar eftir að Ólafur samdi við stórlið Flensburg í Þýskalandi. „Það er gríðarlegt áfall að missa leikmanninn sem við höfðum byggt okkar sóknar- og varnarleik í kringum. Það er stórt skarð fyrir okkur að fylla. Hans er sárt saknað og ég vissi að það gæti verið erfitt að koma inn í þennan leik en ég fann líka hungur í strákunum að taka við keflinu,“ sagði Einar Andri. Patrekur: Megum ekki við að menn verði hauslausir„Það var fúlt að tapa þessu því þetta leit vel út. Við vorum að spila fanta vörn en við komum illa inn í leikinn og ég er óánægður með það hvernig menn mættu. Svo kom meiri hreyfing á liðið og menn fóru að spila eðlilegan handbolta. Við megum bara ekkert við því að leikmenn detti út sóknarlega og verði hauslausir á tímum,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals. „Þetta var erfitt sóknarlega og okkar möguleikar fólust í því að halda vörninni og fá hraðaupphlaupin. Maður verður líka að vera raunsær. Ég er með marka leikmenn sem eru óreyndir og þurfa greinilega lengri tíma. „Það er fullt af góðum hlutum í leiknum eins og baráttan og vinnslan. Ég þarf fleiri í sókninni til að geta á skarið þegar Valdimar er tekinn svona langt út. Þá á þetta að vera algjör veisla og við náðum að hreyfa þá ágætlega á köflum í fyrri hálfleik en ég þarf að fá meira frá Þorgrími, útlendingnum Adam og Agnari. Þeir verða að axla meiri ábyrgð. „Fúsi má eiga að hann er alltaf klár að spila en það er óþolandi að menn geta ekki æft almennilega. Gunnar fyrirliði náði sér í leikbann með algjöru rugli í sjálfum sér og við verðum að leysa það einhvern vegin og Fúsi og Hjálmar skiluðu sínu. Hjálmar er að koma til eftir að ég tók við honum í núll standi í sumar. Þetta er strákur sem getur orðið góður ef hann virkilega vill það. „Menn verða að líta í eigin barm. Við erum í alvöru sporti og menn verða að vera af alvöru í því. Við erum að vinna vel úr því sem við höfum en við eigum í vandræðum þegar Valdi er tekinn út eins og sást í kvöld. Við verðum að æfa meira og fá betri gæði í sókninni,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
FH vann þriggja marka sigur á Val 26-23 í sveiflukenndum leik í Kaplakrika í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Valur náði fimm marka forystu í seinni hálfleik en frábær vörn FH skilaði að lokum góðum þriggja marka sigri. FH hóf leikinn betur en Valur komst yfir fyrir hálfleik 10-9. Patrekur Jóhannesson tók leikhlé í stöðunni 8-5 fyrir FH eftir stundarfjórðung og í kjölfarið lokaði Valur vörninni og Hlynur Morthens datt í gang í markinu. Sigfús Sigurðsson kom inn á og tók mikið til sín í sókninni sem opnaði fyrir samherja hans sem gengu á lagið. Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk. Hlynur var frábær í markinu og Valur raðaði inn mörkum úr hraðaupphlaupum og náði liðið fimm marka forystu 15-10. Þá tóku FH-ingar við sér. Leikmenn liðsins skiluðu sér betur til baka í vörn og Valur fékk því ekki mörkin úr hraðaupphlaupum. Vörn FH var mjög sterk og Daníel góður í markinu. Jafnt og þétt minnkuðu heimamenn munninn og náðu að jafna 17-17 þegar enn voru 13 mínútur til leiksloka. FH komst þremur mörkum yfir 22-19 þegar fimm mínútur voru eftir en Valsmenn gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk í röð. Þá tók Logi Gerisson til sinna ráða. Hann kom FH í 24-22 og 25-22 eftir að hann stal boltanum og aðeins mínúta eftir og úrslitin ráðin. Markverðir liðanna voru mjög sterkir í leiknum og Ragnar Jóhannsson, Ásbjörn Friðriksson og Logi Geirsson stigu upp fyrir FH í seinni hálfleik á sama tíma og Valsmenn réðu ekki við spennuna í leiknum. Atli Már Báruson átti þó mjög góðar innkomur í lið Vals en Valur þarf meira frá Finn Inga Stefánssyni og Valdimar Fannari Þórssyni í jöfnum leikjum sem þessum. FH lyfti sér upp í níu stig með sigrinum og skildi Val eftir með sex stig í næst neðsta sæti N1 deildarinnar. Einar: Vörnin frábær allan leikinn„Ég er mjög ánægður með strákana. Við sýndum mjög mikinn karakter í kvöld. Við lendum fimm mörkum undir og höfum verið í brekku að undanförnu og því hefði verið mjög auðvelt að gefast upp en strákarnir voru gríðarlega einbeittir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Þetta var týpískt fyrir okkar leik í vetur. Við erum kaflaskiptir. Við eigum frábæra kafla og erum afleitir inn á milli. Við héldum alltaf í trúna og héldum alltaf áfram. „Við klúðrum þremur dauðafærum í upphafi seinni hálfleiks og þeir refsa okkur. Við vorum að gera ágætis hluti allan leikinn. „Varnarleikurinn okkar var frábær allan tímann. Þeir skora níu mörk í fyrri hálfleik og þar af voru sex úr hraðaupphlaupum. Bæði 5-1 og 6-0 vörnin voru mjög góðar og Daníel frábær í markinu. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í vandræðum með framliggjandi vörn og það er okkar að finna lausn á því. Einar Andri vildi sérstaklega hrósa ungu dómarapari leiksins. Rétt liðlega tvítugir strákar, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. „Þeir voru að dæma fyrsta leikinn sinn í deildinni og gerðu það af stakri prýði fyrir svona unga stráka. Þeir eiga heiður skilið fyrir sína frammistöðu.“ FH lék í fyrsta sinn án Ólafs Gústafssonar eftir að Ólafur samdi við stórlið Flensburg í Þýskalandi. „Það er gríðarlegt áfall að missa leikmanninn sem við höfðum byggt okkar sóknar- og varnarleik í kringum. Það er stórt skarð fyrir okkur að fylla. Hans er sárt saknað og ég vissi að það gæti verið erfitt að koma inn í þennan leik en ég fann líka hungur í strákunum að taka við keflinu,“ sagði Einar Andri. Patrekur: Megum ekki við að menn verði hauslausir„Það var fúlt að tapa þessu því þetta leit vel út. Við vorum að spila fanta vörn en við komum illa inn í leikinn og ég er óánægður með það hvernig menn mættu. Svo kom meiri hreyfing á liðið og menn fóru að spila eðlilegan handbolta. Við megum bara ekkert við því að leikmenn detti út sóknarlega og verði hauslausir á tímum,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals. „Þetta var erfitt sóknarlega og okkar möguleikar fólust í því að halda vörninni og fá hraðaupphlaupin. Maður verður líka að vera raunsær. Ég er með marka leikmenn sem eru óreyndir og þurfa greinilega lengri tíma. „Það er fullt af góðum hlutum í leiknum eins og baráttan og vinnslan. Ég þarf fleiri í sókninni til að geta á skarið þegar Valdimar er tekinn svona langt út. Þá á þetta að vera algjör veisla og við náðum að hreyfa þá ágætlega á köflum í fyrri hálfleik en ég þarf að fá meira frá Þorgrími, útlendingnum Adam og Agnari. Þeir verða að axla meiri ábyrgð. „Fúsi má eiga að hann er alltaf klár að spila en það er óþolandi að menn geta ekki æft almennilega. Gunnar fyrirliði náði sér í leikbann með algjöru rugli í sjálfum sér og við verðum að leysa það einhvern vegin og Fúsi og Hjálmar skiluðu sínu. Hjálmar er að koma til eftir að ég tók við honum í núll standi í sumar. Þetta er strákur sem getur orðið góður ef hann virkilega vill það. „Menn verða að líta í eigin barm. Við erum í alvöru sporti og menn verða að vera af alvöru í því. Við erum að vinna vel úr því sem við höfum en við eigum í vandræðum þegar Valdi er tekinn út eins og sást í kvöld. Við verðum að æfa meira og fá betri gæði í sókninni,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira