Innlent

"Loksins, loksins, loksins“

Fjölskyldan á góðri stundu. Það er nú ljóst að þau komast heim fyrir jól.
Fjölskyldan á góðri stundu. Það er nú ljóst að þau komast heim fyrir jól.

„Loksins loksins loksins dómur er fallinn í Tribunal (Hæstarétti í Medellin) og var okkur dæmt í vil :D Helga Karólína og Birna Salóme eru orðnar löglegar dætur okkar."

Svona byrjar Facebookfærsla hjónanna Bjarnhildar Hrannar Níelsdóttur og Friðriks Kristinssonar sem fóru til Kólumbíu í desember árið 2011 til þess að ættleiða tvær fallega stúlkur, þær Helgu Karólínu og Birnu Salóme.

Eftir að hjónin fengu stúlkurnar í Kólumbíu í desember árið 2011 fór ættleiðingarmálið fyrir dómstóla þar í landi og síðan þurftu börnin að fá útgefin vegabréf og loks vegabréfsáritun heim til Íslands.

Ferlið átti að taka mest sex vikur. Fjölskyldan hefur þurft að bíða í ár.

Í færslu fjölskyldunnar á Facebook segir svo: „Næstu skref eru að fá vegabréf og vegabréfsáritun heim til Íslands fyrir Helgu Karólínu og Birnu Salóme. Við búumst við því að vera komin heim til Íslands eftir 10 – 14 daga og er mikil tilhlökkun hjá okkur fjölskyldunni."Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.