Handbolti

Kiel valtaði yfir Lemgo

SÁP skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Kiel.
Aron Pálmarsson í leik með Kiel.
Kiel rústaði Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 36-24, og halda áfram að leika einstaklega vel.

Kiel byrjaði leikinn frábærlega og var staðan 20-8 í hálfleik og leikurinn í raun búinn.

Guðjón Valur Sigurðsson gerði fjögur mörk í leiknum og Aron Pálmarsson skoraði eitt.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel ætla sér greinilega að endurtaka fullkomið tímabil líkt og í fyrra þar sem þeir unnu allar keppnir sem félagið tók þátt í.

Kiel er í öðru sæti deildarinnar rétt á eftir Rhein-Neckar Löwen sem eru í því efsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×