Handbolti

Wetzlar með sterkan sigur

Kári Kristján.
Kári Kristján.
Íslendingaliðið Wetzlar heldur áfram að gera það gott í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en liðið hefur komið allra liða mest á óvart í vetur.

Wetzlar vann öruggan heimasigur, 38-32, á Gummersbach í kvöld þar sem Kevin Schmidt fór á kostum í liði Wetzlar og skoraði tíu mörk.

Wetzlar fór með sigrinum upp fyrir Hamburg og í fjórða sæti deildarinnar.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar í leiknum en Fannar Friðgeirsson komst ekki á blað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×