Stöð 2 Sport sýndi í gær sérstakan upphitunarþátt um Dominos-deild karla í körfubolta þar sem farið var yfir komandi tímabil og rætt við alla tólf þjálfara deildarinnar. Nú er hægt að sjá allan þátt hér inn á Vísi.
Guðjón Guðmundsson stýrði þættinum og fékk þá Svala Björgvinsson og Guðmund Bragason til að segja sína skoðun á hverju liði og hvað má búast við af þeim í vetur. Svali og Guðmundur höfðu margt að segja og ljóst að öllu að það er spennandi körfuboltavetur framundan.
Það er hægt að nálgast þáttinn í heild sinni með því að smella hér fyrir ofan.

