Red Bull-bílarnir fljótastir á æfingum í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 12. október 2012 13:10 Vettel var fljótastur um Yeongam brautina í Suður-Kóreu. Red Bull virðast hafa þó nokkurt forskot á keppinauta sína. nordicphotos/afp Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Vettel hefur unnið síðustu tvö mót í heimsmeistarabaráttunni, í Singapúr og Japan, og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso þegar fimm keppnir eru eftir. Ætla má að tímatökuhraði Red Bull-liðsins sé ógnarmikill en óvíst er hversu mikið sá hraði mun smita keppnishraðann. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrri æfingunni en þar fóru Red Bull ekki of geyst og voru í þriðja og fimmta sæti, tæpri sekúntu á eftir Hamilton. Alonso er sem fyrr stöðugastur milli æfinga og var næst fljótastur. Hamilton var hins vegar horfinn í áttunda sætið þegar seinni æfingunum lauk. Liðsfélagi hans Jenson Button varð fjórði á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ný útfærsla af útblásturskerfi Lotus-bílanna virðist ekki vera að skila tilsettum árangri, þó enn sé of snemmt að dæma til um það. Kimi Raikkönen og liðfélagi hans Romain Grosjean röðuðu sér í tíunda og ellefta sætið á seinni æfingunni, á eftir öllum sínum helstu keppinautum. Sauber-liðið virðist ekki ná að halda í við sína keppinauta í Kóreu en á báðum æfingunum voru Kamui Kobayashi og Sergio Perez í fjórtánda og fimmtánda sæti, á eftir Force India og Mercedes. Yfirmenn Sauber-liðsins voru stóryrtir fyrir helgi og sögðust ætla að skáka þessum liðum í mótunum fimm sem eftir eru.Lotus-liðið á í smá basli með nýjar útfærslur á bílnum. Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Vettel hefur unnið síðustu tvö mót í heimsmeistarabaráttunni, í Singapúr og Japan, og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso þegar fimm keppnir eru eftir. Ætla má að tímatökuhraði Red Bull-liðsins sé ógnarmikill en óvíst er hversu mikið sá hraði mun smita keppnishraðann. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrri æfingunni en þar fóru Red Bull ekki of geyst og voru í þriðja og fimmta sæti, tæpri sekúntu á eftir Hamilton. Alonso er sem fyrr stöðugastur milli æfinga og var næst fljótastur. Hamilton var hins vegar horfinn í áttunda sætið þegar seinni æfingunum lauk. Liðsfélagi hans Jenson Button varð fjórði á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ný útfærsla af útblásturskerfi Lotus-bílanna virðist ekki vera að skila tilsettum árangri, þó enn sé of snemmt að dæma til um það. Kimi Raikkönen og liðfélagi hans Romain Grosjean röðuðu sér í tíunda og ellefta sætið á seinni æfingunni, á eftir öllum sínum helstu keppinautum. Sauber-liðið virðist ekki ná að halda í við sína keppinauta í Kóreu en á báðum æfingunum voru Kamui Kobayashi og Sergio Perez í fjórtánda og fimmtánda sæti, á eftir Force India og Mercedes. Yfirmenn Sauber-liðsins voru stóryrtir fyrir helgi og sögðust ætla að skáka þessum liðum í mótunum fimm sem eftir eru.Lotus-liðið á í smá basli með nýjar útfærslur á bílnum.
Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira