Red Bull-bílarnir fljótastir á æfingum í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 12. október 2012 13:10 Vettel var fljótastur um Yeongam brautina í Suður-Kóreu. Red Bull virðast hafa þó nokkurt forskot á keppinauta sína. nordicphotos/afp Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Vettel hefur unnið síðustu tvö mót í heimsmeistarabaráttunni, í Singapúr og Japan, og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso þegar fimm keppnir eru eftir. Ætla má að tímatökuhraði Red Bull-liðsins sé ógnarmikill en óvíst er hversu mikið sá hraði mun smita keppnishraðann. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrri æfingunni en þar fóru Red Bull ekki of geyst og voru í þriðja og fimmta sæti, tæpri sekúntu á eftir Hamilton. Alonso er sem fyrr stöðugastur milli æfinga og var næst fljótastur. Hamilton var hins vegar horfinn í áttunda sætið þegar seinni æfingunum lauk. Liðsfélagi hans Jenson Button varð fjórði á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ný útfærsla af útblásturskerfi Lotus-bílanna virðist ekki vera að skila tilsettum árangri, þó enn sé of snemmt að dæma til um það. Kimi Raikkönen og liðfélagi hans Romain Grosjean röðuðu sér í tíunda og ellefta sætið á seinni æfingunni, á eftir öllum sínum helstu keppinautum. Sauber-liðið virðist ekki ná að halda í við sína keppinauta í Kóreu en á báðum æfingunum voru Kamui Kobayashi og Sergio Perez í fjórtánda og fimmtánda sæti, á eftir Force India og Mercedes. Yfirmenn Sauber-liðsins voru stóryrtir fyrir helgi og sögðust ætla að skáka þessum liðum í mótunum fimm sem eftir eru.Lotus-liðið á í smá basli með nýjar útfærslur á bílnum. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Vettel hefur unnið síðustu tvö mót í heimsmeistarabaráttunni, í Singapúr og Japan, og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso þegar fimm keppnir eru eftir. Ætla má að tímatökuhraði Red Bull-liðsins sé ógnarmikill en óvíst er hversu mikið sá hraði mun smita keppnishraðann. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrri æfingunni en þar fóru Red Bull ekki of geyst og voru í þriðja og fimmta sæti, tæpri sekúntu á eftir Hamilton. Alonso er sem fyrr stöðugastur milli æfinga og var næst fljótastur. Hamilton var hins vegar horfinn í áttunda sætið þegar seinni æfingunum lauk. Liðsfélagi hans Jenson Button varð fjórði á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ný útfærsla af útblásturskerfi Lotus-bílanna virðist ekki vera að skila tilsettum árangri, þó enn sé of snemmt að dæma til um það. Kimi Raikkönen og liðfélagi hans Romain Grosjean röðuðu sér í tíunda og ellefta sætið á seinni æfingunni, á eftir öllum sínum helstu keppinautum. Sauber-liðið virðist ekki ná að halda í við sína keppinauta í Kóreu en á báðum æfingunum voru Kamui Kobayashi og Sergio Perez í fjórtánda og fimmtánda sæti, á eftir Force India og Mercedes. Yfirmenn Sauber-liðsins voru stóryrtir fyrir helgi og sögðust ætla að skáka þessum liðum í mótunum fimm sem eftir eru.Lotus-liðið á í smá basli með nýjar útfærslur á bílnum.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira