Ættingjum mannsins sem fannst látinn í fjörunni neðan við Ægisgötu í Reykjanesbæ að morgni föstudagsins síðastliðins hefur verið tilkynnt um andlát hans. Maðurinn var pólskur, 42 ára gamall og hét Jaroslaw Olejniczko. Hann var búsettur í Reykjanesbæ. Hann lætur eftir sig uppkominn son og aldraða móður.
