Greiddi upp ólöglegt lán en fær ekki leiðréttingu Magnús Halldórsson og Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2012 18:45 Byggingafélag sem greiddi upp ólögmætt lán frá SPRON haustið 2008, fær ekki leiðréttingu á kröfuna þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt lánið ólögmætt gengistryggt lán. Ef lánið hefði verið tekið hjá einum af föllnu bönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi eða Landsbankanum, hefði félagið getað fengið skuldaleiðréttingu og nýtt hana til skuldajöfnunar. Byggingafélagið Gustur er lítið byggingafélag í eigu tveggja smiða. Þetta félag var í viðskiptum við Spron fyrir hrunið. Hinn 16. október 2008 gerði félagið upp 400 milljóna króna skuld við Spron fyrir gjalddaga. Þetta var gert að frumkvæði Spron haustið 2008, en sparisjóðurinn gaf þær skýringar að segja þyrfti upp öllum erlendum lánasamningum þar sem gjaldeyrisskiptasamningum hefði verið sagt upp. Ólíkt nýju bönkunum var ekki stofnaður nýr SPRON heldur voru innistæður fluttar í Arion banka og útlán urðu eftir meðal eigna þrotabús SPRON og var félagið Drómi stofnað utan um rekstur þess. Dróm tók við öllum kröfum SPRON vegna útlána, meðal annars á Byggingafélagið Gust. Lögmaðurinn Hlynur Jónsson stýrir Dróma. Síðar kom í ljós, í kjölfar dóms Hæstaréttar, að lánasamningar Gusts hjá SPRON voru ólögmætir gengistryggðir lánasamningar. Af þessum sökum á Byggingafélagið Gustur töluvert háa kröfu á Dróma, mun hærri en sem nemur kröfu Dróma á Gust. Eigendur Gusts vilja að kröfurnar mætist með skuldajöfnuði og að mismunurinn verði endurgreiddur eða í versta falli samþykktur sem almenn krafa. En vandamálið er að hinn 30. október, tveimur vikum eftir að Gustur gerði upp skuld sína við SPRON, veitti Fjármálaeftirlitið stjórn SPRON fjögurra vikna frest til að koma eigin fé sparisjóðsins í lag, en þarna var eigið fé SPRON komið undir tilskilin mörk. Þetta bréf 30. október markar svokallaðan frestdag, samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Stjórn spron fékk ítrekað frest til þessa allt þar til 21 mars 2009 að FME tók yfir vald hluthafafundar SPRON. Þetta leiðir til þess að skilyrðum laga um gjaldþrotaskipti fyrir skuldajöfnuði verður ekki fullnægt og smiðirnir tveir fá ekki endurgreitt frá Dróma. Ástæðan er sú að skilyrði fyrir skuldajöfnuði gagnvart þrotabúi er að sá sem vill bera hann fyrir sig þarf að hafa eignast kröfuna á hendur þrotabúinu þremur mánuðum fyrir frestdag. Drómi ber fyrir sig að það eigi við um smiðina tvo og þeir eigi því ekki rétt til skuldajafnaðar. Þetta er kjarninn í þeirri ósanngjörnu stöðu sem smiðirnir tveir, eigendur Gusts eru í. Ef þeir hefðu verið í viðskiptum við einhvern af nýju bönkunum væru þeir ekki í sömu stöðu og gætu neytt réttar síns til skuldajafnaðar þar sem nýju bankarnir tóku við öllum réttindum og skyldum þeirra gömlu og eru ekki þrotabú. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Byggingafélag sem greiddi upp ólögmætt lán frá SPRON haustið 2008, fær ekki leiðréttingu á kröfuna þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt lánið ólögmætt gengistryggt lán. Ef lánið hefði verið tekið hjá einum af föllnu bönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi eða Landsbankanum, hefði félagið getað fengið skuldaleiðréttingu og nýtt hana til skuldajöfnunar. Byggingafélagið Gustur er lítið byggingafélag í eigu tveggja smiða. Þetta félag var í viðskiptum við Spron fyrir hrunið. Hinn 16. október 2008 gerði félagið upp 400 milljóna króna skuld við Spron fyrir gjalddaga. Þetta var gert að frumkvæði Spron haustið 2008, en sparisjóðurinn gaf þær skýringar að segja þyrfti upp öllum erlendum lánasamningum þar sem gjaldeyrisskiptasamningum hefði verið sagt upp. Ólíkt nýju bönkunum var ekki stofnaður nýr SPRON heldur voru innistæður fluttar í Arion banka og útlán urðu eftir meðal eigna þrotabús SPRON og var félagið Drómi stofnað utan um rekstur þess. Dróm tók við öllum kröfum SPRON vegna útlána, meðal annars á Byggingafélagið Gust. Lögmaðurinn Hlynur Jónsson stýrir Dróma. Síðar kom í ljós, í kjölfar dóms Hæstaréttar, að lánasamningar Gusts hjá SPRON voru ólögmætir gengistryggðir lánasamningar. Af þessum sökum á Byggingafélagið Gustur töluvert háa kröfu á Dróma, mun hærri en sem nemur kröfu Dróma á Gust. Eigendur Gusts vilja að kröfurnar mætist með skuldajöfnuði og að mismunurinn verði endurgreiddur eða í versta falli samþykktur sem almenn krafa. En vandamálið er að hinn 30. október, tveimur vikum eftir að Gustur gerði upp skuld sína við SPRON, veitti Fjármálaeftirlitið stjórn SPRON fjögurra vikna frest til að koma eigin fé sparisjóðsins í lag, en þarna var eigið fé SPRON komið undir tilskilin mörk. Þetta bréf 30. október markar svokallaðan frestdag, samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Stjórn spron fékk ítrekað frest til þessa allt þar til 21 mars 2009 að FME tók yfir vald hluthafafundar SPRON. Þetta leiðir til þess að skilyrðum laga um gjaldþrotaskipti fyrir skuldajöfnuði verður ekki fullnægt og smiðirnir tveir fá ekki endurgreitt frá Dróma. Ástæðan er sú að skilyrði fyrir skuldajöfnuði gagnvart þrotabúi er að sá sem vill bera hann fyrir sig þarf að hafa eignast kröfuna á hendur þrotabúinu þremur mánuðum fyrir frestdag. Drómi ber fyrir sig að það eigi við um smiðina tvo og þeir eigi því ekki rétt til skuldajafnaðar. Þetta er kjarninn í þeirri ósanngjörnu stöðu sem smiðirnir tveir, eigendur Gusts eru í. Ef þeir hefðu verið í viðskiptum við einhvern af nýju bönkunum væru þeir ekki í sömu stöðu og gætu neytt réttar síns til skuldajafnaðar þar sem nýju bankarnir tóku við öllum réttindum og skyldum þeirra gömlu og eru ekki þrotabú.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent