Greiddi upp ólöglegt lán en fær ekki leiðréttingu Magnús Halldórsson og Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2012 18:45 Byggingafélag sem greiddi upp ólögmætt lán frá SPRON haustið 2008, fær ekki leiðréttingu á kröfuna þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt lánið ólögmætt gengistryggt lán. Ef lánið hefði verið tekið hjá einum af föllnu bönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi eða Landsbankanum, hefði félagið getað fengið skuldaleiðréttingu og nýtt hana til skuldajöfnunar. Byggingafélagið Gustur er lítið byggingafélag í eigu tveggja smiða. Þetta félag var í viðskiptum við Spron fyrir hrunið. Hinn 16. október 2008 gerði félagið upp 400 milljóna króna skuld við Spron fyrir gjalddaga. Þetta var gert að frumkvæði Spron haustið 2008, en sparisjóðurinn gaf þær skýringar að segja þyrfti upp öllum erlendum lánasamningum þar sem gjaldeyrisskiptasamningum hefði verið sagt upp. Ólíkt nýju bönkunum var ekki stofnaður nýr SPRON heldur voru innistæður fluttar í Arion banka og útlán urðu eftir meðal eigna þrotabús SPRON og var félagið Drómi stofnað utan um rekstur þess. Dróm tók við öllum kröfum SPRON vegna útlána, meðal annars á Byggingafélagið Gust. Lögmaðurinn Hlynur Jónsson stýrir Dróma. Síðar kom í ljós, í kjölfar dóms Hæstaréttar, að lánasamningar Gusts hjá SPRON voru ólögmætir gengistryggðir lánasamningar. Af þessum sökum á Byggingafélagið Gustur töluvert háa kröfu á Dróma, mun hærri en sem nemur kröfu Dróma á Gust. Eigendur Gusts vilja að kröfurnar mætist með skuldajöfnuði og að mismunurinn verði endurgreiddur eða í versta falli samþykktur sem almenn krafa. En vandamálið er að hinn 30. október, tveimur vikum eftir að Gustur gerði upp skuld sína við SPRON, veitti Fjármálaeftirlitið stjórn SPRON fjögurra vikna frest til að koma eigin fé sparisjóðsins í lag, en þarna var eigið fé SPRON komið undir tilskilin mörk. Þetta bréf 30. október markar svokallaðan frestdag, samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Stjórn spron fékk ítrekað frest til þessa allt þar til 21 mars 2009 að FME tók yfir vald hluthafafundar SPRON. Þetta leiðir til þess að skilyrðum laga um gjaldþrotaskipti fyrir skuldajöfnuði verður ekki fullnægt og smiðirnir tveir fá ekki endurgreitt frá Dróma. Ástæðan er sú að skilyrði fyrir skuldajöfnuði gagnvart þrotabúi er að sá sem vill bera hann fyrir sig þarf að hafa eignast kröfuna á hendur þrotabúinu þremur mánuðum fyrir frestdag. Drómi ber fyrir sig að það eigi við um smiðina tvo og þeir eigi því ekki rétt til skuldajafnaðar. Þetta er kjarninn í þeirri ósanngjörnu stöðu sem smiðirnir tveir, eigendur Gusts eru í. Ef þeir hefðu verið í viðskiptum við einhvern af nýju bönkunum væru þeir ekki í sömu stöðu og gætu neytt réttar síns til skuldajafnaðar þar sem nýju bankarnir tóku við öllum réttindum og skyldum þeirra gömlu og eru ekki þrotabú. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Byggingafélag sem greiddi upp ólögmætt lán frá SPRON haustið 2008, fær ekki leiðréttingu á kröfuna þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt lánið ólögmætt gengistryggt lán. Ef lánið hefði verið tekið hjá einum af föllnu bönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi eða Landsbankanum, hefði félagið getað fengið skuldaleiðréttingu og nýtt hana til skuldajöfnunar. Byggingafélagið Gustur er lítið byggingafélag í eigu tveggja smiða. Þetta félag var í viðskiptum við Spron fyrir hrunið. Hinn 16. október 2008 gerði félagið upp 400 milljóna króna skuld við Spron fyrir gjalddaga. Þetta var gert að frumkvæði Spron haustið 2008, en sparisjóðurinn gaf þær skýringar að segja þyrfti upp öllum erlendum lánasamningum þar sem gjaldeyrisskiptasamningum hefði verið sagt upp. Ólíkt nýju bönkunum var ekki stofnaður nýr SPRON heldur voru innistæður fluttar í Arion banka og útlán urðu eftir meðal eigna þrotabús SPRON og var félagið Drómi stofnað utan um rekstur þess. Dróm tók við öllum kröfum SPRON vegna útlána, meðal annars á Byggingafélagið Gust. Lögmaðurinn Hlynur Jónsson stýrir Dróma. Síðar kom í ljós, í kjölfar dóms Hæstaréttar, að lánasamningar Gusts hjá SPRON voru ólögmætir gengistryggðir lánasamningar. Af þessum sökum á Byggingafélagið Gustur töluvert háa kröfu á Dróma, mun hærri en sem nemur kröfu Dróma á Gust. Eigendur Gusts vilja að kröfurnar mætist með skuldajöfnuði og að mismunurinn verði endurgreiddur eða í versta falli samþykktur sem almenn krafa. En vandamálið er að hinn 30. október, tveimur vikum eftir að Gustur gerði upp skuld sína við SPRON, veitti Fjármálaeftirlitið stjórn SPRON fjögurra vikna frest til að koma eigin fé sparisjóðsins í lag, en þarna var eigið fé SPRON komið undir tilskilin mörk. Þetta bréf 30. október markar svokallaðan frestdag, samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Stjórn spron fékk ítrekað frest til þessa allt þar til 21 mars 2009 að FME tók yfir vald hluthafafundar SPRON. Þetta leiðir til þess að skilyrðum laga um gjaldþrotaskipti fyrir skuldajöfnuði verður ekki fullnægt og smiðirnir tveir fá ekki endurgreitt frá Dróma. Ástæðan er sú að skilyrði fyrir skuldajöfnuði gagnvart þrotabúi er að sá sem vill bera hann fyrir sig þarf að hafa eignast kröfuna á hendur þrotabúinu þremur mánuðum fyrir frestdag. Drómi ber fyrir sig að það eigi við um smiðina tvo og þeir eigi því ekki rétt til skuldajafnaðar. Þetta er kjarninn í þeirri ósanngjörnu stöðu sem smiðirnir tveir, eigendur Gusts eru í. Ef þeir hefðu verið í viðskiptum við einhvern af nýju bönkunum væru þeir ekki í sömu stöðu og gætu neytt réttar síns til skuldajafnaðar þar sem nýju bankarnir tóku við öllum réttindum og skyldum þeirra gömlu og eru ekki þrotabú.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira