Red Bull með yfirburði í tímatökunum fyrir japanska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 6. október 2012 06:41 Vettel hafði gríðarlega yfirburði í tímatökunum fyrir japanska kappaksturinn. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel mun ræsa japanska kappaksturinn á morgun á ráspól á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel hafði ótrúlega yfirburði í tímatökunum og ók 0,2 sekúntum hraðar en liðsfélagi sinn og 0,4 sekúntum hraðar en Jenson Button. Button stýrði McLaren-bíl sínum um Suzuka-brautina og setti þriðja besta tíma í síðustu lotunni. Hann fær fimm sæta refsingu á ráslínu því hann skipti um gírkassa á milli móta. Hann ræsir því áttundi. Heimamaðurinn Kamui Kobayashi á Sauber ræsir þriðji. Hann náði fjórða besta tíma. Romain Grosjean á Lotus ræsir fjórði og liðsfélagi Kobayashi, Serigo Perez fimmti. Fernando Alonso ók eina Ferrari-bílnum sem komst í síðustu lotuna og náði sjöunda besta tíma og ræsir sjötti á undan Kimi Raikkönen á Lotus. Kimi gæti hafa eyðilagt fyrir fleirum en sjálfum sér þegar hann snéri bíl sínum út af brautinni þegar allir tíu ökumennirnir í síðustu lotunni óku síðasta tímatökuhring sinn. Gulum flöggum var veifað sem eyðilagði tímatökuhringi nokkurra ökuþóra, meðal annars Lewis Hamilton. Það er vafamál hvort bestu hringtímar Buttons og Kobayashi hafi verið settir undir gulum flöggum. Reglurnar segja að ekki megi bæta tíma sinn á þeim svæðum þar sem gulum flöggum er veifað. Hamilton mun ræsa McLaren-bíl sinn úr níunda sæti á ráslínu. Tímatakan verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir McLaren-liðið þar sem þeir eru taldir hafa, að minnsta kosti, annan besta bílinn í Formúlu 1. Nico Hulkenberg var tíundi maður í síðustu lotu tímatökunnar en hann setti ekki hringtíma og fær fimm sæta refsingu eins og Button. Hulkenberg ræsir því fimmtándi. Michael Schumacher ræsir næst síðastur í Mercedes-bíl sínum. Hann hlaut tíu sæta refsingu fyrir að aka aftan á Jean-Eric Vergne í Singapúr fyrir tveimur vikum. Síðasti kappakstur meistarans í Japan verður því áhugaverður, sérstaklega því Schumi var fljótari en liðsfélagi sinn í tímatökunum. Rásröðin í japanska kappakstrinum á morgunButton fær fimm sæta refsingu eftir að hafa skipt um gírkassa milli móta.nordicphotos/afpNRÖkumaðurLið / vélTímiBil1Sebastian VettelRed Bull/Renault1'30.839-2Mark WebberRed Bull/Renault1'31.0900.2513Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'31.7000.8614Romain GrosjeanLotus/Renault1'31.8981.0595Sergio PérezSauber/Ferrari1'32.0221.1836Fernando AlonsoFerrari1'32.1141.2757Kimi RäikkönenLotus/Renault1'32.2081.3698Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'31.2900.4519Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'32.3271.48810Felipe MassaFerrari1'32.2931.45411Paul Di RestaForce India/Mercedes1'32.3271.48812Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'32.5121.67313Nico RosbergMercedes1'32.6251.78614Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'32.9542.11515Nico HülkenbergForce India/Mercedes--16Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'33.3682.52917Bruno SennaWilliams/Renault1'33.4052.56618H.KovalainenCaterham/Renault1'34.6573.81819Timo GlockMarussia/Cosworth1'35.2134.37420Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'35.3854.54621Charles PicMarussia/Cosworth1'35.4294.5922Vitaly PetrovCaterham/Renault1'35.4324.59323M.SchumacherMercedes1'32.4691.6324N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'36.7345.895 Formúla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel mun ræsa japanska kappaksturinn á morgun á ráspól á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel hafði ótrúlega yfirburði í tímatökunum og ók 0,2 sekúntum hraðar en liðsfélagi sinn og 0,4 sekúntum hraðar en Jenson Button. Button stýrði McLaren-bíl sínum um Suzuka-brautina og setti þriðja besta tíma í síðustu lotunni. Hann fær fimm sæta refsingu á ráslínu því hann skipti um gírkassa á milli móta. Hann ræsir því áttundi. Heimamaðurinn Kamui Kobayashi á Sauber ræsir þriðji. Hann náði fjórða besta tíma. Romain Grosjean á Lotus ræsir fjórði og liðsfélagi Kobayashi, Serigo Perez fimmti. Fernando Alonso ók eina Ferrari-bílnum sem komst í síðustu lotuna og náði sjöunda besta tíma og ræsir sjötti á undan Kimi Raikkönen á Lotus. Kimi gæti hafa eyðilagt fyrir fleirum en sjálfum sér þegar hann snéri bíl sínum út af brautinni þegar allir tíu ökumennirnir í síðustu lotunni óku síðasta tímatökuhring sinn. Gulum flöggum var veifað sem eyðilagði tímatökuhringi nokkurra ökuþóra, meðal annars Lewis Hamilton. Það er vafamál hvort bestu hringtímar Buttons og Kobayashi hafi verið settir undir gulum flöggum. Reglurnar segja að ekki megi bæta tíma sinn á þeim svæðum þar sem gulum flöggum er veifað. Hamilton mun ræsa McLaren-bíl sinn úr níunda sæti á ráslínu. Tímatakan verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir McLaren-liðið þar sem þeir eru taldir hafa, að minnsta kosti, annan besta bílinn í Formúlu 1. Nico Hulkenberg var tíundi maður í síðustu lotu tímatökunnar en hann setti ekki hringtíma og fær fimm sæta refsingu eins og Button. Hulkenberg ræsir því fimmtándi. Michael Schumacher ræsir næst síðastur í Mercedes-bíl sínum. Hann hlaut tíu sæta refsingu fyrir að aka aftan á Jean-Eric Vergne í Singapúr fyrir tveimur vikum. Síðasti kappakstur meistarans í Japan verður því áhugaverður, sérstaklega því Schumi var fljótari en liðsfélagi sinn í tímatökunum. Rásröðin í japanska kappakstrinum á morgunButton fær fimm sæta refsingu eftir að hafa skipt um gírkassa milli móta.nordicphotos/afpNRÖkumaðurLið / vélTímiBil1Sebastian VettelRed Bull/Renault1'30.839-2Mark WebberRed Bull/Renault1'31.0900.2513Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'31.7000.8614Romain GrosjeanLotus/Renault1'31.8981.0595Sergio PérezSauber/Ferrari1'32.0221.1836Fernando AlonsoFerrari1'32.1141.2757Kimi RäikkönenLotus/Renault1'32.2081.3698Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'31.2900.4519Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'32.3271.48810Felipe MassaFerrari1'32.2931.45411Paul Di RestaForce India/Mercedes1'32.3271.48812Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'32.5121.67313Nico RosbergMercedes1'32.6251.78614Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'32.9542.11515Nico HülkenbergForce India/Mercedes--16Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'33.3682.52917Bruno SennaWilliams/Renault1'33.4052.56618H.KovalainenCaterham/Renault1'34.6573.81819Timo GlockMarussia/Cosworth1'35.2134.37420Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'35.3854.54621Charles PicMarussia/Cosworth1'35.4294.5922Vitaly PetrovCaterham/Renault1'35.4324.59323M.SchumacherMercedes1'32.4691.6324N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'36.7345.895
Formúla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira