Hamilton leysir Schumacher af hjá Mercedes, segir Jordan Birgir Þór Harðarson skrifar 5. september 2012 18:00 Þó ekki sé búið að handsala vistaskiptin telur Eddie Jordan það víst að Hamilton fari til Mercedes þegar Schumacher hættir. nordicphotos/afp Michael Schumacher mun hætta í Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum í lok ársins og Lewis Hamilton mun taka sæti hans hjá Mercedes. Þetta segir Eddie Jordan eftir að hafa kannað málið sálfur. Jordan hóf að rannsaka framtíð Schumachers í vikunni eftir að Bernie Ecclestone sagði honum í beinni útsendinu á BBC, breska ríkissjónvarpinu, að "það væri synd að Schumacher væri að hætta án þess að hafa unnið mót, því hann væri sigurvegari." Jordan spurði Bernie um leið hvort Schumi væri að hætta í lok ársins en þá vildi Ecclestone ekki viðurkenna að hann vissi það. Lewis Hamilton hefur ekki enn skrifað undir samning við McLaren-liðið en samningur hans rennur út í lok ársins. Viðræður hafa staðið yfir síðan í júlí og virðast þær hafa gengið vel, af fréttum að dæma undanfarnar vikur. Hamilton skrifaði undir núgildandi samning sinn árið 2007 og er því á mun hærri launum en liðið sættir sig við að borga honum til frambúðar. Þess vegna hefur því verið slegið fram að Hamilton sé á leið einhvert annað á næsta ári. "Ég sagði það fyrir nokkrum vikum að ég héldi að Lewis væri á leiðinni í burtu," segir Jordan við fréttavef BBC. "Ég hélt þá að hann hefði rætt við Ferrari, sem við vitum nú að er satt." "Ég get nú fullyrt að fólk á vegum Hamilton hefur átt fundi með Mercedes," segir Jordan ennfremur. "Bernie Ecclestone gerði mér ljóst á sunnudaginn að Schumacher er að hætta, þó hann sjálfur hafi neitað því síðar." Eddie Jordan, sem rak áður keppnislið sem bar hans eigið nafn í Formúlu 1, segir það nokkuð ljóst að Hamilton taki sæti Schumachers. "Í raun hefur McLaren gert Hamilton grein fyrir því að þeir geta ekki borgað honum eins há mánaðarlaun og þeir gera nú." Talið er að Hamilton fái 15 milljónir Bandaríkjadali í mánaðarlaun. Það nemur tæpum 1,9 milljörðum íslenskra króna. "Í þokkabót þurfa McLaren að borga fyrir Mercedes-vélarnar í fyrsta sinn á næsta ári," segir Jordan. Hvorki umboðsmaður Hamiltons né framkvæmdastjóri Mercedes-liðsins vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher mun hætta í Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum í lok ársins og Lewis Hamilton mun taka sæti hans hjá Mercedes. Þetta segir Eddie Jordan eftir að hafa kannað málið sálfur. Jordan hóf að rannsaka framtíð Schumachers í vikunni eftir að Bernie Ecclestone sagði honum í beinni útsendinu á BBC, breska ríkissjónvarpinu, að "það væri synd að Schumacher væri að hætta án þess að hafa unnið mót, því hann væri sigurvegari." Jordan spurði Bernie um leið hvort Schumi væri að hætta í lok ársins en þá vildi Ecclestone ekki viðurkenna að hann vissi það. Lewis Hamilton hefur ekki enn skrifað undir samning við McLaren-liðið en samningur hans rennur út í lok ársins. Viðræður hafa staðið yfir síðan í júlí og virðast þær hafa gengið vel, af fréttum að dæma undanfarnar vikur. Hamilton skrifaði undir núgildandi samning sinn árið 2007 og er því á mun hærri launum en liðið sættir sig við að borga honum til frambúðar. Þess vegna hefur því verið slegið fram að Hamilton sé á leið einhvert annað á næsta ári. "Ég sagði það fyrir nokkrum vikum að ég héldi að Lewis væri á leiðinni í burtu," segir Jordan við fréttavef BBC. "Ég hélt þá að hann hefði rætt við Ferrari, sem við vitum nú að er satt." "Ég get nú fullyrt að fólk á vegum Hamilton hefur átt fundi með Mercedes," segir Jordan ennfremur. "Bernie Ecclestone gerði mér ljóst á sunnudaginn að Schumacher er að hætta, þó hann sjálfur hafi neitað því síðar." Eddie Jordan, sem rak áður keppnislið sem bar hans eigið nafn í Formúlu 1, segir það nokkuð ljóst að Hamilton taki sæti Schumachers. "Í raun hefur McLaren gert Hamilton grein fyrir því að þeir geta ekki borgað honum eins há mánaðarlaun og þeir gera nú." Talið er að Hamilton fái 15 milljónir Bandaríkjadali í mánaðarlaun. Það nemur tæpum 1,9 milljörðum íslenskra króna. "Í þokkabót þurfa McLaren að borga fyrir Mercedes-vélarnar í fyrsta sinn á næsta ári," segir Jordan. Hvorki umboðsmaður Hamiltons né framkvæmdastjóri Mercedes-liðsins vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira